Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins

Rúm­lega helm­ing­ur kjós­enda vill að þeir flokk­ar sem hafa hlot­ið greiðsl­ur úr rík­is­sjóði án þess að vera skráð­ir sem stjórn­mála­flokk­ar end­ur­greiði féð. Aft­ur á móti er stuðn­ings­fólk Flokks fólks­ins – sem á mest und­ir – lík­leg­ast til að vilja að flokk­arn­ir haldi fjár­mun­un­um.

Meirihlutinn vill styrkina til baka – nema stuðningsfólk Flokks fólksins
Gjaldþrot Inga Sæland, formaður og stofnandi Flokks fólksins, hefur sagt gjaldþrot blasa við flokknum, verði hann krafinn um endurgreiðslu 240 milljóna króna styrkja. Mynd: Golli

Fimmtíu og eitt prósent kjósenda vill að þeir stjórnmálaflokkar sem fengu ríkisstyrki án þess að uppfylla öll skilyrði þar um endurgreiði fengna styrki. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu. Stuðningsfólk Flokks fólksins sker sig úr hvað varðar afstöðu en tæplega 46 prósent þeirra telja að flokkar í þessari stöðu ættu ekki að endurgreiða fé.

Flokkurinn hefur verið í eldlínunni eftir að Morgunblaðið upplýsti að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu án þess að uppfylla skilyrði fyrir styrkjum. Er það vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur hjá Skattinum. 

Vísir greindi svo frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði líka þegið styrki án þess að uppfylla skilyrði. Það var árið 2022 þegar flokkurinn fékk 167 milljónir frá ríkissjóði, rétt áður en skráningu flokksins hjá Skattinum var breytt. 

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er þó einna mest afgerandi í afstöðu sinni gagnvart því að flokkar ættu að endurgreiða styrki. 73,3 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks er á þeim buxum, á meðan 10,3 prósent þeirra telja flokka ekki eiga að endurgreiða. 

Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins.

Afstaða stuðningsfólksSvona er afstaða kjósenda, flokkað eftir því hvaða flokk það styður.
Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Nú er ég verulega hissa á þér Aðalsteinn Kjartansson!
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Mig langar að spyrja ritstjórn Heimildarinnar hvort þeim liggi svona á að koma áróðri sjálfstæðisflokksins til framkvæmdar ?
    Á maður að fara að hugsa um peninginn , sem ég hef sett í stuðning við Heimildina ?
    1
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það dugði sjálfstæðisflokknum vel að segjast ætla að endurgreiða styrkina frá bönkunum og nú eru allir búnir að gleyma þessu svokallaða hruni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár