Fimmtíu og eitt prósent kjósenda vill að þeir stjórnmálaflokkar sem fengu ríkisstyrki án þess að uppfylla öll skilyrði þar um endurgreiði fengna styrki. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu. Stuðningsfólk Flokks fólksins sker sig úr hvað varðar afstöðu en tæplega 46 prósent þeirra telja að flokkar í þessari stöðu ættu ekki að endurgreiða fé.
Flokkurinn hefur verið í eldlínunni eftir að Morgunblaðið upplýsti að Flokkur fólksins hefði þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu án þess að uppfylla skilyrði fyrir styrkjum. Er það vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur hjá Skattinum.
Vísir greindi svo frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði líka þegið styrki án þess að uppfylla skilyrði. Það var árið 2022 þegar flokkurinn fékk 167 milljónir frá ríkissjóði, rétt áður en skráningu flokksins hjá Skattinum var breytt.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er þó einna mest afgerandi í afstöðu sinni gagnvart því að flokkar ættu að endurgreiða styrki. 73,3 prósent stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks er á þeim buxum, á meðan 10,3 prósent þeirra telja flokka ekki eiga að endurgreiða.
Könnunin fór fram dagana 28. til 31. janúar og voru svarendur 975 talsins.
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/4mijG14_aLcg_730x371_DkczG0UV.png)
Á maður að fara að hugsa um peninginn , sem ég hef sett í stuðning við Heimildina ?