Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stöðvarfjörður orðið illa úti í óveðrinu: Muna ekki eftir öðru eins

Ófært er til Stöðv­ar­fjarð­ar þar sem þak rifn­aði af húsi auk þess sem um tíu hús eyði­lögð­ust nokk­uð í storm­in­um í nótt og í morg­un. Þá þurftu íbú­ar að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Stöðvarfjörður orðið illa úti í óveðrinu: Muna ekki eftir öðru eins
Veðrið var með versta móti á landinu öllu, en Stöðvarfjörður fór áberandi illa út úr bylnum. Athugið að myndin er ekki frá Stöðvarfirði, heldur frá aðgerðum björgunarsveita sem unnu sleitulaust við að aðstoða landsmenn. Mynd: Landsbjörg

„Það er talsvert um foktjón á Stöðvarfirði,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, en íbúar á Austurlandi lentu illa í fárviðrinu sem er ekki enn gengið niður fyrir austan. Íbúar Stöðvarfjarðar fengu þó verstu byltuna en níu hús skemmdust töluvert í óveðrinu. Þak fauk af einu húsi og fjölmargar rúður sprungu undan bálviðrinu.

Muna ekki eftir öðru eins

„Níu hús hafa orðið fyrir tjóni að því er við teljum, einnig bílar og fleira. En það á eftir að fara betur yfir þetta,“ segir Kristján Ólafur sem segir heildarmyndina ekki ljósa, enda Stöðvarfjörður lokaður vegna óveðursins. Slökkvilið Fjarðarbyggðar kom þangað í gærkvöldi og hefur verið síðan að aðstoða íbúa.

„Margir sem þarna búa og hafa verið lengi, segjast ekki muna eftir öðru eins. Þetta er bara töluverður atburður,“ segir Kristján Ólafur. Spurður út í tjónið segir hann rúður hafa sprungið og þakplötur fokið af …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
5
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
6
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár