Hvítlaukur er af plöntu sem nefnist allium sativum og tilheyrir plöntum af allium genus-ættkvíslinni eins og fleiri lauktegundir, þ. á m. skalotlaukur, vorlaukur, gulur laukur og blaðlaukur, en sumar tegundirnar hafa læknandi eiginleika líkt og hvítlaukurinn. Í seinni tíð hafa efni í plöntunni allium sativum verið notuð gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og jafnvel krabbameini, en plantan inniheldur bólgueyðandi og bakteríudrepandi efni, auk andoxunarefna.
Góð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma
Trú manna á lækningamátt hvítlauks í vestrænum löndum hefur vakið athygli vísindamanna og áhuga á að rannsaka læknandi áhrif hans. Þúsundir rannsókna hafa verið gerðar á mönnum og dýrum til að kanna áhrif hvítlauks á heilsu fólks. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að hvítlaukur hefur fyrirbyggjandi áhrif á ýmsa áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en hann er talinn veita vörn gegn æðakölkun, lækka blóðþrýsting og kólesteról og draga úr líkum á hjartaáfalli.
Hrár hvítlaukur er sagður varðveita læknandi efni betur …
Athugasemdir