
Seinni myndaspurning:Hver er þessi karl? Það leynist raunar vísbending á myndinni, þótt ekki sé hún áberandi.
Almennar spurningar:
- Hvaða á fellur um Parísarborg?
 - Hver tók við af Agli Ólafssyni sem rödd Toyota í auglýsingum?
 - Belzec, Majdanek, Neuengamme, Stutthof, Treblinka. Hvaða staðir eru þetta?
 - Sturnus vulgaris heitir einn mjög algengur spörfugl á Íslandi. Hann er dökkleitur, fer um í hópum og margir hafa að ósekju illan bifur á honum. Hvað nefnist hann á íslensku?
 - Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Ásthildur Lóa Þórsdóttir á Alþingi Íslendinga?
 - Novo Nordisk heitir eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum. Hvað framleiðir það?
 - Hver er stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?
 - Hvað nefndist ástar- og fegurðargyðja Grikkja hinna fornu?
 - Kasper, Jesper og ... hver?
 - Í nóvember 1969 unnu þeir Pete Conrad og Alan Bean afrek sem engir í heiminum höfðu unnið á undan þeim – nema reyndar tveir menn sem höfðu gert hið sama fáeinum mánuðum fyrr. Hvað gerðu Conrad og Bean?
 - Fyrirbæri eitt ber alþjóðlegt heiti sem sumir telja að hafi upphaflega þýtt „bitur drykkur“ en aðrir að meiningin hafi verið „heitt vatn“. Hvaða fyrirbæri er þetta?
 - Heitt vatn einkennir sannarlega goshverinn fræga Gamla Geysi sem ekki ber að rugla saman við Geysi í Haukadal. Hvar er Gamli Geysir?
 - Fyrir hvað var Leni Riefensthal fræg? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.
 - Í hvaða hafi eru Havaí-eyjar?
 - Hvað heitir eiginmaður Höllu Tómasdóttur fullu nafni?
 
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er stjörnuþokan Andrómeda. Á seinni myndinni er Walt Disney. Vísbendingin er hluti af eyra Mikka Músar en Disney skapaði hann.
Svör við öðrum spurningum:
1.  Signa.  —  2.  Ólafur Darri.  — 3.  Dauðabúðir þýskra nasista í seinni heimsstyrjöld.  —  4.  Starri.  —  5.  Flokk fólksins.  —  6.  Lyf.  —  7.  Sikiley.  —  8.  Afródíta.  —  9.  Jónatan.  —  10.  Gengu um á tunglinu í Apollo 12.  —  11. Súkkulaði eða kakó, hvort tveggja telst rétt.  —  12.  Í Bandaríkjunum.  —  13.  Áróðursmyndir fyrir þýska nasista.  —  14.  Kyrrahafi.  —  15.  Björn Skúlason.
        
    
    
            
        
    














































Athugasemdir (4)