Spurningaþraut Illuga 31. janúar 2025: Hver er þessi filmstjarna? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 31. janú­ar.

Spurningaþraut Illuga 31. janúar 2025: Hver er þessi filmstjarna? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er þessi filmstjarna?
Síðari mynd:Hvaða dýr er þetta?

Almennar spurningar:

  1. „Bíum bíum bamba ló, bamba ló og dilli dilli dó, vini mínum vagga ég í ró, en ...“ hvernig er framhaldið?
  2. Í hvaða landi er Elon Musk fæddur?
  3. Hver sendi þræl sinn á næsta bæ að stela osti og ýmsu smálegu, sem spunnust af mikil eftirmál?
  4. Íslenskur athafnamaður stofnaði í Kaupmannahöfn 2004 tölvufyrirtækið Unity Software og auðgaðist að lokum mjög á því. Hann komst til dæmis á milljarðamæringalista tímaritsins Forbes. Hvað heitir hann?
  5. Fyrir hvaða fótboltalið spilar hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold?
  6. Kjör Glódísar Perlu Viggósdóttur sem íþróttamaður ársins á Íslandi var kynnt í byrjun janúar. Örfáum dögum áður hafði hún hlotið aðra viðurkenningu. Hver var sú?
  7. Hvað heitir bók Ránar Flygenring sem kom út nú fyrir jólin síðustu og hlaut mikið lof?
  8. En hver skrifaði skáldsöguna Í skugga trjánna og fór ekki í felur með að þar væri fjallað um eigin hjónabönd?
  9. Hver var nýlega ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla?
  10. Elísabet Gunnarsdóttir var aftur á móti ráðin landsliðsþjálfari kvenna í ... hvaða landi?
  11. Hver er hæsta eldstöðin í Vatnajökli?
  12. Frá hvaða landi kemur rétturinn haggis?
  13. Tveir leikstjórar stýrðu þáttunum fjórum um Vigdísi Finnbogadóttur. Annar leikstjórinn var karlkyns og lék jafnframt í þáttunum. Hver er sá?
  14. Hinn leikstjórinn er kona og líka leikkona þótt ekki hafi hún leikið í Vigdísarþáttunum. Hún heitir ... hvað?
  15. Borgirnar Plovdiv og Varna eru í sætum 2 og 3 yfir stærstu borgirnar í Evrópulandi einu. Hvaða land er það?

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Charlize Theron en á seinni myndinni er tapír.
Svör við almennum spurningum:
1.  Úti bíður andlit á glugga.  —  2.  Suður-Afríku.  —  3.  Hallgerður langbrók.  —  4.  Davíð Helgason.  —  5.  Liverpool.  —  6.  Fálkaorðan.  —  7.  Tjörnin.  —  8.  Guðrún Eva.  —  9.  Arnar Gunnlaugsson.  —  10.  Belgíu.  —  11.  Öræfajökull.  —  12.  Skotlandi.  —  13.  Björn Hlynur.  —  14.  Tinna Hrafnsdóttir.  —  15.  Búlgaríu.
Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár