Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi

Lyfja­stofn­un fékk rúm­lega þrjú hundruð til­kynn­ing­ar um auka­verk­an­ir í tengsl­um við lyf á síð­asta ári. Þar af voru þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf áber­andi á með­al annarra. Einn gælu­dýra­eig­andi til­kynnti um auka­verk­un.

Aukaverkanir vegna þyngdarstjórnunarlyfja áberandi
Rúna Hauksdóttir er forstjóri Lyfjastofnunnar. Mynd: Lyfjastofnun

Alls bárust 328 tilkynningar um aukaverkanir í tengslum við lyf til Lyfjastofnunar á síðasta ári. Af þeim voru aðeins tíu prósent tilkynninga frá læknum. Formaður Læknafélagsins segir tölfræðina áhugaverða og segir hluta af ástæðunni mögulega gífurlega mikið álag tengt skriffinnsku læknastéttarinnar. Forstjóri Lyfjastofnunar segist ánægð með hversu margir neytendur tilkynni um aukaverkun, en þyngdarstjórnunarlyf eru áberandi í ár.

Ánægð með neytendur

Flestar tilkynningar sem berast til Lyfjastofnunar vegna aukaverkana á lyfjum eru frá lyfjafræðingum, eða 36 prósent allra tilkynninga. Því næst koma neytendur en 34 prósent tilkynninga koma frá þeim. Þá bárust 20 prósent frá öðru heilbrigðisstarfsfólki, svo sem ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og lyfjatæknum. 

„Við erum mjög ánægð með neytendur,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, þegar hún er spurð út í tölurnar og nefnir að það sé til marks um að tilkynningakerfið sé aðgengilegt. Hún segir stofnunina vilja fá allar tilkynningar og minnir sérstaklega á skyldur heilbrigðisstarfsmanna að tilkynna alvarlegar, nýjar …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Mér þætti fróðlegt að vita hvað hún þýðir, talan á milli jákvæðra vs neikvæðra álita ("like" eða "dislike"?)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár