Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þetta fá stjórnmálaflokkarnir úthlutað 2025

Sjö stjórn­mála­flokk­ar fá sam­tals 531,7 millj­ón­ir greidd­ar úr rík­is­sjóði fyr­ir ár­ið í ár. Sam­fylk­ing­in fær mest, eða 130,2 millj­ón­ir.

Þetta fá stjórnmálaflokkarnir úthlutað 2025

Þau framlög sem stjórnmálaflokkarnir munu fá úr ríkissjóði árið 2025 liggja fyrir og hafa verið birt á vefsíðu Stjórnarráðsins. 

Til stóð að flokkarnir fengju greiddar 622,2 milljónir úr ríkissjóði, líkt og gert var ráð fyrir í fjárlögum. Eftir að í ljós kom að Flokkur fólksins væri rangt skráður sem félagasamtök, ekki stjórnmálaflokkur, hjá Ríkisskattstjóra og stæðist því ekki lagaleg skilyrði fyrir því að fá styrki frá hinu opinbera varð fjárhæðin þó lægri, eða 531,7 milljónir. Það eru því 90,5 milljónir sem ekki greiðast úr ríkissjóði. 

Heimildin birti frétt í síðustu viku út frá svörum fjármálaráðuneytisins þar sem erfitt var að túlka annað en að óbreytt fjárhæð í fjárlögum myndi skiptast niður á alla aðra flokka hlutfallslega. Nú er ljóst að það var ekki rétt og beðist er velvirðingar á þeim mistökum. 

Hér má sjá hvað hver flokkur fær úr ríkissjóði:

Aðrir flokkar voru líka rangt skráðir

Eftir að mál Flokks fólksins rataði í fjölmiðla kom upp úr dúrnum að aðrir stjórnmálaflokkar hefðu einnig þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. 

Árið 2022 hefði Sjálfstæðisflokkurinn til dæmis þegið 167 milljónir króna, stuttu áður en skráningu flokksins var breytt. Þá þáðu Vinstri græn framlög sem námu 266,6 milljónum króna án þess að uppfylla skilyrði laga um rétta skráningu. Sósíalistaflokkurinn fékk 50,5 milljónir króna, en hann var rangt skráður 2022 og 2023, og Píratar fengu 66,8 milljónir.

Enn liggur ekki fyrir hvort stjórnmálaflokkunum verði gert að endurgreiða opinbera styrki sína, líkt og stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson hefur sagt vera óhjákvæmilegt. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að styrkjamálið væri í skoðun og vinnslu innan ráðuneytisins. 

Spurningarnar sem Heimildin sendi fjármálaráðuneytinu 22. janúar:
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði til að fá opinberan styrk sem veittur er árlega til stjórnmálasamtaka. Í fjárlögum var gert ráð fyrir 622 milljónum í styrkina sem greiddir verða út um mánaðamótin. 
Mun sú upphæð sem ella hefði farið til Flokks fólksins, ef hann hefði uppfyllt skilyrðin, þá dreifast á hina flokkana þannig að þeirra heildarstyrkur hækkar? Liggur fyrir hversu háan styrk hver flokkur fær greiddan næst þegar styrkurinn er greiddur út?
Fjármálaráðuneytið svaraði 23. janúar:
Hver flokkur fær greitt af heildarfjárheimild í hlutfalli við atkvæðamagn. Upphæð styrkja liggur fyrir 25. janúar.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Heimildin birti frétt í síðustu viku út frá svörum fjármálaráðuneytisins þar sem erfitt var að túlka annað en að óbreytt fjárhæð í fjárlögum myndi skiptast niður á alla aðra flokka hlutfallslega. Nú er ljóst að það var ekki rétt og beðist er velvirðingar á þeim mistökum."

    Hvað sagði ég?
    https://www.visir.is/k/7fef9f02-98d6-483f-81e8-4b6878145f61-1738083648788/simatimi

    Falsfréttin hefur verið fjarlægð og afsökunarbeiðnin er því tekin til greina:
    https://heimildin.is/grein/23847/hinir-flokkarnir-graeda-a-rangri-skraningu-flokks-folksins/

    En hvað með Morgunblaðið? Mun það birta leiðréttingu á falsfréttinni?
    https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1880591/

    Mun Haukur Arnþórsson einnig bera þessa sömu rangfærslu til baka?
    https://www.visir.is/g/20252680809d/almannafe-til-stjornmalasamtaka
    0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Haukur Arnþórsson hefur ekki dregið þessa rangfærslu sína til baka. Þvert á móti hélt hann henni til streitu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
      https://www.visir.is/k/819a8ffe-dd75-4bc6-a71a-3b20481c4a77-1738497683207/adgerdaleysi-utilokad-i-fjarstyrkjamali-islendinga
      Ekki hefur heldur orðið vart við leiðréttingu frá Morgunblaðinu.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár