Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Mættur aftur - öruggari með sig en áður

Don­ald Trump er tek­inn við sem for­seti Banda­ríkj­anna. Hann hef­ur ekki úti­lok­að að beita frænd­ur okk­ar Dan­ina hervaldi og vill inn­lima Kan­ada inn í Banda­rík­in. Al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur tel­ur fyrra kjör­tíma­bil Trumps gefa vís­bend­ingu um hvað koma skuli.

Mættur aftur - öruggari með sig en áður
Donald Trump hóf annað kjörtímabilið sitt sem forseti Bandaríkjanna með því að hlusta á brýningu prests um mildi og manngæsku.

Donald Trump tók á ný við embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar, við athöfn sem var frábrugðin flestum innsetningarathöfnum í seinni tíð; hún var haldin innandyra vegna kuldakasts sem geisaði á austurströnd Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn síðan Ronald Reagan var settur í embætti í janúar árið 1985 sem gripið hefur verið til þessa ráðs.

Trump hefur gripið athyglina undanfarnar vikur með ýmsum yfirlýsingum, um Kanada og Grænland meðal annars. Hann var búinn að boða mikinn fjölda forsetatilskipana strax á fyrsta degi í embætti og hefur ekki setið aðgerðalaus.

Til dæmis eru Bandaríkin þegar búin að draga sig frá Parísarsamkomulaginu og út úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Um 1.500 stuðningsmenn Trumps sem réðust að bandaríska þinghúsinu 6. janúar 2021 hafa svo verið náðaðir og sumir þeirra eru þegar lausir úr fangelsi. Þá hefur hann skrifað undir forsetatilskipun um að það séu aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum; kona og karl. Þetta setur líf fjölda …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    'Meira af þessu sama' er villandi. Hann er í raun "front man". Sveitirnar sem gera honum kleift eru fjölþjóðlegar og mjög sterkari en nokkru sinni fyrr. Hin eitraða óskynsamlega blanda sem hefur nu stjórn á meðal annars bandaríska hernum getur aðeins valdið glundroða og eyðileggingu. Ég óttast um framtíðina.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Fyrst eru viðkvæmir minnihluta hópar teknir og enginn gerir neitt því svo fáir tilheyra þeim hópum , svo færist þetta upp og enginn gerir neitt, og þegar kemur að þér sjálfum þá verður enginn eftir til að taka þinn málstað. Þraut reynd formúla og hefur alltaf virkað. Kannski verður þetta staðan hér innan fárra ára eða áratuga. Það verður alveg örugglega enginn vandi að manna hrottasveitirnar, því nú þegar virðist þessi hugmyndafræði vera farin að höfða til óþægilega margra.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár