Donald Trump tók á ný við embætti Bandaríkjaforseta 20. janúar, við athöfn sem var frábrugðin flestum innsetningarathöfnum í seinni tíð; hún var haldin innandyra vegna kuldakasts sem geisaði á austurströnd Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn síðan Ronald Reagan var settur í embætti í janúar árið 1985 sem gripið hefur verið til þessa ráðs.
Trump hefur gripið athyglina undanfarnar vikur með ýmsum yfirlýsingum, um Kanada og Grænland meðal annars. Hann var búinn að boða mikinn fjölda forsetatilskipana strax á fyrsta degi í embætti og hefur ekki setið aðgerðalaus.
Til dæmis eru Bandaríkin þegar búin að draga sig frá Parísarsamkomulaginu og út úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Um 1.500 stuðningsmenn Trumps sem réðust að bandaríska þinghúsinu 6. janúar 2021 hafa svo verið náðaðir og sumir þeirra eru þegar lausir úr fangelsi. Þá hefur hann skrifað undir forsetatilskipun um að það séu aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum; kona og karl. Þetta setur líf fjölda …
Athugasemdir (2)