Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
Undirritun Samið var um uppbyggingu leikskólans Drekadals í Njarðvík í maí árið 2023. Hér eru Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Hrafnshóls, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi. Mynd: Af vef Reykjanesbæjar

Verktakafyrirtækið Hrafnshóll, sem var að byggja leikskólahúsnæði í bæði Reykjanesbæ og Hveragerði, hefur horfið frá báðum verkefnum í kjölfar tafa, galla og vanefnda á síðustu vikum. Bætast þessi verkefni ofan á fleiri verk sem sama verktakafyrirtæki hefur ekki náð að klára á undanförnum misserum. 

Undirverktakar sem starfað hafa fyrir Hrafnshól að byggingu leikskólans Drekadals í Reykjanesbæ hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína og dæmi eru að þeir telji sig eiga á annan tug milljóna króna inni, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Sú er staðan, þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi greitt Hrafnshóli fyrir allt það sem framkvæmt hafði verið í leikskólabyggingunni.

Tveir viðmælendur blaðsins sem þekkja verkefnið segja Reykjanesbæ hafa greitt Hrafnshóli, vitandi það að ekki væri verið að greiða undirverktökum og átelja bæinn fyrir slælegt eftirlit með verkinu. Reykjanesbær hefur tekið til sín verkið, eftir að Hrafnshóll sagði sig frá verksamningnum í desembermánuði, í kjölfar ágreinings um áframhaldandi greiðslur. Dómsmál mun …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég keypti af þeim íbúð á Akranesi sem var afhend í janúar 2023, meingallað og óklárað. Þetta eru bara einhverjir svikahrappar þessir Sigurður Garðarsson og Ómar Guðmundsson hjá Hrafnshóli, Hrísnesi, Hrífunesskógum og Nýjatúni. Lofa allskonar en standa ekki við nokkurn hlut.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár