Verktakafyrirtækið Hrafnshóll, sem var að byggja leikskólahúsnæði í bæði Reykjanesbæ og Hveragerði, hefur horfið frá báðum verkefnum í kjölfar tafa, galla og vanefnda á síðustu vikum. Bætast þessi verkefni ofan á fleiri verk sem sama verktakafyrirtæki hefur ekki náð að klára á undanförnum misserum.
Undirverktakar sem starfað hafa fyrir Hrafnshól að byggingu leikskólans Drekadals í Reykjanesbæ hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína og dæmi eru að þeir telji sig eiga á annan tug milljóna króna inni, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Sú er staðan, þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi greitt Hrafnshóli fyrir allt það sem framkvæmt hafði verið í leikskólabyggingunni.
Tveir viðmælendur blaðsins sem þekkja verkefnið segja Reykjanesbæ hafa greitt Hrafnshóli, vitandi það að ekki væri verið að greiða undirverktökum og átelja bæinn fyrir slælegt eftirlit með verkinu. Reykjanesbær hefur tekið til sín verkið, eftir að Hrafnshóll sagði sig frá verksamningnum í desembermánuði, í kjölfar ágreinings um áframhaldandi greiðslur. Dómsmál mun …
Athugasemdir