Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þórdís Kolbrún sækist ekki eftir formennsku

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir mun ekki sækj­ast eft­ir embætti á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fe­brú­ar.

Þórdís Kolbrún sækist ekki eftir formennsku
Varaformaður Þórdís Kolbrún hefur gegnt varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum um árabil. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun ekki sækjast eftir embætti formanns né öðru embætti á landsfundi flokksins í næsta mánuði. 

Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni. 

„Í pólitískri dægurmálaumræðu gera flestir ráð fyrir því að ég hljóti að vilja verða formaður í Sjálfstæðisflokknum þar sem ég hef ítrekað sagst telja mig vera færa um að gegna embættinu enda getur formennska í Sjálfstæðisflokknum verið verkfæri til að ná markmiðum fyrir Ísland.

En það hefur ekki verið markmið í sjálfu sér; að það sem keyri mann áfram sé að „vinna leikinn“. Það er ekki sami hluturinn. Ég hef ætíð haft metnað til að sinna þeim verkefnum sem mér er treyst fyrir en ekki sérstaklega upptekin af því að ná tilteknum metorðum,“ skrifar hún.

Raddir sem hafi kallað hæst á endurnýjun fái að reyna sig

Þórdís Kolbrún segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gott af innanflokksátökum eða „hatrömmum flokkadráttum“ og að hún sé stolt af því að hafa verið varaformaður hans síðustu sjö árin. Á þeim tímamótum sem flokkurinn sé nú á sé eðlilegt að þær raddir sem kallað hafi hæst á endurnýjun fái tækifæri til að reyna sig og flokkurinn fái að velja nýja forystu.

„Ég mun með stolti gera hvað ég get sem þingmaður í sterku liði undir nýrri forystu. Ég hlakka til að vera óbreyttur þingmaður á eigin forsendum - og hluti af liði,“ skrifar Þórdís Kolbrún.

Þá segist hún munu rækta það að hafa skynbragð og skilning „á því sem er að gerast í kringum okkur, og veldur mér raunverulegum áhyggjum. Því miður grunar mig að það sé allt miklu stærra en einstaka innanlandsmál, hvað þá innanflokksmál.“

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins mun fara fram 28. febrúar - 2. mars næstkomandi. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins, tilkynnti þann 6. janúar að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri, né þiggja þingsæti á Alþingi. Þrátt fyrir að aðeins séu fimm vikur til stefnu fram að landsfundi hefur enginn tilkynnt um framboð sitt til formanns.

Af þeim sem orðuð hafa verið við möguleg framboð eru fyrrverandi ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Doesn't she want to or was she told not to?
    0
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Mótherjar xD anda léttar. Hún þarf þó að endurskoða viðhorfin til Ísrael Palestínu. Trúi varla að hún styddi Ísrael ef hún væri vel kunnug málum. Enginn með hjarta mundi gera það.
    0
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Er ekki hissa. Hef séð alveg for a long time að ÞKRG, þessi ágæta kona, er engan veginn staðsett í réttum stjórnmálaflokki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár