Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Halla gefur kost á sér til formennsku í VR

Starf­andi formað­ur VR gef­ur kost á sér til að sitja áfram í því embætti. Halla Gunn­ars­dótt­ir er fyrst til að bjóða sig fram til for­manns, en kos­ið verð­ur um embætt­ið og til stjórn­ar VR í mars­mán­uði.

Halla gefur kost á sér til formennsku í VR
VR Halla Gunnarsdóttir er starfandi formaður VR.

Halla Gunnarsdóttir, starfandi formaður VR, hefur gefið kost á sér til þess að halda áfram að leiða félagið. Halla var kjörin í stjórn VR fyrir tveimur árum, hefur gegnt embætti varaformanns og tók við formennskunni eftir að Ragnar Þór Ingólfsson náði kjöri á þing fyrir Flokk fólksins undir lok síðasta árs.

Kosningar til formanns og stjórnar VR munu fara fram í mars og segist Halla, í framboðstilkynningu, vonast eftir því að hljóta brautargengi frá félagsfólki til áframhaldandi setu sem formaður. Hún sé bara rétt að byrja.

„VR félagar vinna bæði fjölbreytt og verðmæt störf og halda uppi litlum sem stórum fyrirtækjum á almennum markaði. Hluti VR-inga starfar eftir töxtum og grunntímakaup hefur ekki hækkað sem skyldi. Meirihluti félagsfólks VR semur sjálft um kjör sín en nýtur stuðnings af almennum kjarasamningum og þeim hækkunum og réttindum sem þar er samið um. Allir VR félagar eiga það sameiginlegt að njóta góðs af því að tilheyra stóru og öflugu félagi sem veitir fyrirtaks þjónustu og berst fyrir þeirra kjörum og hagsmunum. Þá baráttu vil ég gjarnan leiða,“ segir Halla meðal annars í framboðsyfirlýsingu sinni.  

Þar segist hún hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í fimm ár og búa yfir fjölbreyttri reynslu af vinnumarkaði og félagsstörfum.

„Ég hef starfað sem sérfræðingur, skrifstofukona, framkvæmdastjóri, aðstoðarmaður ráðherra, blaðamaður, verkefnastjóri, lagerstarfsmaður, fótboltaþjálfari, millistjórnandi og afgreiðslukona. Ég hef alla tíð verið virk í félagsstörfum og á mér óteljandi áhugamál. Ég bý í Reykjavík með fjölskyldunni minni en hjarta mitt býr líka að hluta til í London og að hluta á Austfjörðum,“ segir einnig, í tilkynningu Höllu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár