Vilja banna Bandidos

Dönsk stjórn­völd vilja með lög­um banna Bandidos-sam­tök­in, sem í mörg­um lönd­um eru skil­greind sem glæpa­sam­tök. Rétt­ar­höld þar sem tek­ist er á um hvort Bandidos-sam­tök­in verði bönn­uð í Dan­mörku hóf­ust í síð­ustu viku.

Bandidos Motorcycle Club, eins og samtökin heita fullu nafni, voru stofnuð árið 1966 í Texas.  Stofnandinn var Don Chambers, fyrrverandi hermaður, sem hafði meðal annars verið í Víetnam. Árið 1972 fékk hann lífstíðarfangelsisdóm fyrir að hafa myrt tvo bræður. Þeir höfðu selt félögum í Bandidos efni sem átti að vera amfetamín en reyndist vera matarsódi. Farið var með bræðurna út í eyðimörk skammt frá El Paso, þar voru þeir látnir grafa sína eigin gröf og síðan skotnir. Don Chambers og félagar hans kveiktu síðan í líkunum og mokuðu svo yfir. Don Chambers var náðaður árið 1983, en hann hafði látið af formennsku í Bandidos eftir fangelsisdóminn 1972. Don Chambers sagði sig úr Bandidos þegar hann var náðaður en lést árið 1999. Á legsteini hans standa auk nafns hans, einkunnarorð Bandidos: „Við erum fólkið sem foreldrar okkar vöruðu okkur við.“

Aðeins Hells Angels eru fjölmennari

Eins og áður sagði voru Bandidos-samtökin stofnuð í Texas og þar standa þau traustum fótum í dag en samtals eru deildir innan samtakanna í Bandaríkjunum um 90 talsins. Bandidos eru nú í um 30 löndum, félagar skipta nokkrum þúsundum og auk þess margir svonefndir stuðningshópar, sumir þeirra fjölmennir.  Bandidos eru næstfjölmennustu og næstelstu samtök af þessu tagi í heiminum, Hells Angels Motorcycle Club eru eldri og fjölmennari, stofnuð í Fontana í Kaliforníu árið 1948 og eru nú í 66 löndum. Félagar eru taldir vera rúmlega 6 þúsund.

Nöfn Bandidos og Hells Angels-samtakanna gefa til kynna að um sé að ræða félög þar sem áhugamálin eru mótorhjól. Nánar tiltekið Harley-Davidson, enda er gert ráð fyrir að félagarnir eigi slík hjól, þótt í undantekningartilfellum megi notast við önnur bandarísk hjól. Eingöngu karlar, hvitir á hörund, eru gjaldgengir í samtökin. Reglur þessara tveggja samtaka eru um margt líkar og innan þeirra ríkir strangur valdapíramídi þar sem foringinn trónir á toppnum. Starfsemin einskorðast ekki við að bregða sér á rúntinn á sunnudögum, stór hluti „félagsstarfsins“ snýst um svokallaða undirheimastarfsemi.

Bandidos

Eins og áður var nefnt eru Hells Angels, eða Vítisenglarnir, eldri samtök en Bandidos og þeir fyrrnefndu voru komnir til Danmerkur árið 1980. Þar hófust þeir handa við að koma sér fyrir í undirheimastarfseminni, eiturlyfjasölu. Þeir sátu að mestu leyti einir að þessum markaði fram til ársins 1993. Þá var stofnuð deild úr Bandidos í Danmörku. Aðdragandi þess var að nokkrir danskir mótorhjólakarlar frá Stenløse  á Norður-Sjálandi skruppu til Þýskalands, aðallega til að fá hugmyndir að merki fyrir klúbbinn. Þar fréttu þeir af Bandidos-samtökunum sem þá voru komin til Frakklands og voru að undirbúa stofnun í Þýskalandi. Fyrir tilstilli Bandidos í Frakklandi fengu karlarnir frá Stenløse eins konar byrjunaraðild að Bandidos og síðar sama ár, 1993, fulla aðild.

Tilkoma Bandidos féll ekki í góðan jarðveg hjá Hells Angels sem sáu fram á að missa spón úr aski sínum því Bandidos ætlaði, eins og Vítisenglarnir, að róa á eiturlyfjamiðin. Fljótt kom til árekstra.

Gengjastríðið: Den Store Nordiske Rockerkrig

Undir lok janúar 1994 hófst það sem kallað hefur verið Den Store Nordiske Rockerkrig, Gengjastríðið. Stríðið snerist um völdin í undirheimunum þar sem Hells Angels og Bandidos börðust um yfirráðin ásamt mörgum smærri klúbbum. Vígvöllurinn, ef svo má að orði komast, voru Norðurlöndin að Íslandi undanteknu. Átökin stóðu fram til septembermánaðar 1997. Þá tókst danska lögmanninum Thorkild Høyer að fá leiðtoga Hells Angels og Bandidos til að takast í hendur og semja um að ljúka gengjastríðinu. Þessi átök kostuðu 11 mannslíf, þar af tvo almenna borgara sem ekkert höfðu með átökin að gera og á annað hundrað særðust í átökum gengjanna. Alls fengu 138 félagar í gengjunum fangelsisdóma, þar á meðal nokkrir sem dæmdir voru í lífstíðarfangelsi.

10 blóðug átök á 10 árum

Þótt leiðtogar Hells Angels og Bandidos hafi grafið stríðsöxina í september 1997 þýðir það ekki að allir félagar í samtökunum hafi síðan setið á friðarstóli. Hells Angels hafa á undanförnum árum verið minna áberandi en áður en hins vegar hafa félagar í Bandidos ekki haldið sig til hlés. Á síðasta áratug hafa þeir að minnsta kosti 10 sinnum tekið þátt í blóðugum átökum.  Dönsk stjórnvöld leggja allt kapp á að stemma stigu við uppgangi glæpagengja (Bandidos eru flokkuð sem slík) í landinu. Fyrir nokkrum árum voru samtökin Loyal to Familia dæmd ólögleg, þau voru stofnuð árið 2013 og voru næstu árin mjög áberandi. Félögum í samtökunum fjölgaði hratt og afbrotum sömuleiðis. Árið 2018, þegar stjórnvöld ákváðu að freista þess að banna samtökin, sátu 100 félagar í Loyal to Familia í grjótinu. Frá stofnun og fram til ársins 2018 höfðu 372 félagar í samtökunum fengið fangelsisdóma, samtals 1.409 ár. Nú vilja dönsk stjórnvöld freista þess að banna Bandidos. Málaferlin gegn samtökunum hófust 15. janúar og gert er ráð fyrir 38 dögum í réttarsalnum. Niðurstöðu er að vænta í lok ágúst á þessu ári.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Orrustan um Hafnarfjörð
2
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
3
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
4
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár