
Síðari mynd:Hvaða dýr er þetta?
Almennar spurningar:
- „Bíum bíum bamba ló, bamba ló og dilli dilli dó, vini mínum vagga ég í ró, en ...“ hvernig er framhaldið?
 - Í hvaða landi er Elon Musk fæddur?
 - Hver sendi þræl sinn á næsta bæ að stela osti og ýmsu smálegu, sem spunnust af mikil eftirmál?
 - Íslenskur athafnamaður stofnaði í Kaupmannahöfn 2004 tölvufyrirtækið Unity Software og auðgaðist að lokum mjög á því. Hann komst til dæmis á milljarðamæringalista tímaritsins Forbes. Hvað heitir hann?
 - Fyrir hvaða fótboltalið spilar hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold?
 - Kjör Glódísar Perlu Viggósdóttur sem íþróttamaður ársins á Íslandi var kynnt í byrjun janúar. Örfáum dögum áður hafði hún hlotið aðra viðurkenningu. Hver var sú?
 - Hvað heitir bók Ránar Flygenring sem kom út nú fyrir jólin síðustu og hlaut mikið lof?
 - En hver skrifaði skáldsöguna Í skugga trjánna og fór ekki í felur með að þar væri fjallað um eigin hjónabönd?
 - Hver var nýlega ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta karla?
 - Elísabet Gunnarsdóttir var aftur á móti ráðin landsliðsþjálfari kvenna í ... hvaða landi?
 - Hver er hæsta eldstöðin í Vatnajökli?
 - Frá hvaða landi kemur rétturinn haggis?
 - Tveir leikstjórar stýrðu þáttunum fjórum um Vigdísi Finnbogadóttur. Annar leikstjórinn var karlkyns og lék jafnframt í þáttunum. Hver er sá?
 - Hinn leikstjórinn er kona og líka leikkona þótt ekki hafi hún leikið í Vigdísarþáttunum. Hún heitir ... hvað?
 - Borgirnar Plovdiv og Varna eru í sætum 2 og 3 yfir stærstu borgirnar í Evrópulandi einu. Hvaða land er það?
 
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Charlize Theron en á seinni myndinni er tapír.
Svör við almennum spurningum:
1.  Úti bíður andlit á glugga.  —  2.  Suður-Afríku.  —  3.  Hallgerður langbrók.  —  4.  Davíð Helgason.  —  5.  Liverpool.  —  6.  Fálkaorðan.  —  7.  Tjörnin.  —  8.  Guðrún Eva.  —  9.  Arnar Gunnlaugsson.  —  10.  Belgíu.  —  11.  Öræfajökull.  —  12.  Skotlandi.  —  13.  Björn Hlynur.  —  14.  Tinna Hrafnsdóttir.  —  15.  Búlgaríu.
        
    
    
            
        
        
    













































Athugasemdir (2)