Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum

Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um til MAST vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir sjókvía­eldi í Seyð­is­firði renn­ur út í dag. Tæp­lega tólf þús­und und­ir­skrift­ir gegn leyf­inu hafa safn­ast.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum
Félagið VÁ stóð fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði í október þar sem dregin var lína í sjóinn og firðinum lokað með neyðarblysum í því skyni að mótmæla fyrirhuguðu sjókvíaeldi í firðinum. Mynd: Aðsent

Fyrirtækið Kaldvík áformar að ala lax í sjókvíum á þremur stöðum í Seyðisfirði. Matvælastofnun, MAST, hefur unnið tillögu að leyfinu sem er fyrir allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum. Frestur til að skila inn athugasemdum til MAST vegna rekstrarleyfisins rennur út í dag. 

Leyfisveitingin hefur verið afar umdeild og stendur VÁ - félag um vernd fjarðar, fyrir undirskriftarsöfnun gegn henni en þegar þessar línur eru skrifaðar hafa safnast tæplega 12 þúsund undirskriftir.

Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75 prósent Seyðfirðinga voru andvíg áformum um sjókvíaeldi í firðinum, en fyrirtækið Kaldvík hét á þeim tíma Ice Fish Farm. Nýja nafnið var tekið upp síðasta vor um svipað leyti og fyrirtækið var skráð á íslenska First North markaðinn. Umrætt rekstrarleyfi byggir á umsóknarferli sem hófst 2014 þegar matsáætlun umhverfisáhrifa voru kynnt. 

Fjögurra ára barátta

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, segir samtökin hafa verið og verða áfram í samtali við …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár