Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum

Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um til MAST vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir sjókvía­eldi í Seyð­is­firði renn­ur út í dag. Tæp­lega tólf þús­und und­ir­skrift­ir gegn leyf­inu hafa safn­ast.

Síðasti dagur til að skila inn athugasemdum
Félagið VÁ stóð fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði í október þar sem dregin var lína í sjóinn og firðinum lokað með neyðarblysum í því skyni að mótmæla fyrirhuguðu sjókvíaeldi í firðinum. Mynd: Aðsent

Fyrirtækið Kaldvík áformar að ala lax í sjókvíum á þremur stöðum í Seyðisfirði. Matvælastofnun, MAST, hefur unnið tillögu að leyfinu sem er fyrir allt að 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum. Frestur til að skila inn athugasemdum til MAST vegna rekstrarleyfisins rennur út í dag. 

Leyfisveitingin hefur verið afar umdeild og stendur VÁ - félag um vernd fjarðar, fyrir undirskriftarsöfnun gegn henni en þegar þessar línur eru skrifaðar hafa safnast tæplega 12 þúsund undirskriftir.

Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75 prósent Seyðfirðinga voru andvíg áformum um sjókvíaeldi í firðinum, en fyrirtækið Kaldvík hét á þeim tíma Ice Fish Farm. Nýja nafnið var tekið upp síðasta vor um svipað leyti og fyrirtækið var skráð á íslenska First North markaðinn. Umrætt rekstrarleyfi byggir á umsóknarferli sem hófst 2014 þegar matsáætlun umhverfisáhrifa voru kynnt. 

Fjögurra ára barátta

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, segir samtökin hafa verið og verða áfram í samtali við …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár