Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
SVEIT Frá mótmælum Eflingar við veitingastaðinn Finnsson í Kringlunni fyrr í þessum mánuði. Mynd: Heimildin

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur sent erindi til sérleyfisveitingakeðjanna Subway IP LLC og Hard Rock Cafe International og vekur þar athygli „á þátttöku sérleyfishafa þeirra hér á landi í réttindabrotum gegn vinnandi fólki, ólögmætu athæfi og lagabrotum“, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu frá Eflingu.

Þar kemur fram að í erindunum bendi Sólveig Anna á að Stjarnan ehf., sérleyfishafi Subway á Íslandi, og HRC Ísland ehf., sem heldur á sérleyfi fyrir Hard Rock Cafe á Íslandi, hafi „að líkindum bæði tekið þátt í stofnun ólögmæts gervistéttarfélags, sem stýrt sé af atvinnurekendum.“ 

Í bréfunum biður hún erlendu móðurfélögin um að „rannsaka“ hegðun íslensku sérleyfishafanna til að tryggja að þeir „uppfylli gildandi vinnulöggjöf, sem og hvers kyns siðferðileg vinnubrögð tengd fyrirtækinu“.

Í erindum Sólveigar Önnu út til þessara móðurfélaga Subway og Hard Rock Cafe á alþjóðavísu segir meðal annars: „Þó Efling geri sér grein fyrir að sérleyfishafar starfi sem sjálfstæð eining undir vörumerki ykkar, þýða tengslin að framganga þeirra gætu brugðið slæmu ljósi á orðspor ykkar á heimsvísu.“

Barátta gegn gervikjarasamningi

Þessar bréfasendingar formanns Eflingar eru áframhald á þeim slag sem stéttarfélagið hefur ráðist í vegna starfsemi stéttarfélagsins Virðingar og kjarasamnings þess við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði.

Þann samning segir Efling vera ólögmætan, enda sé Virðing gervistéttarfélag, stofnað af fyrirtækjaeigendunum sjálfum í því skyni að ráðast gegn kjörum starfsfólks í veitingageiranum.

Efling segir að auk þess innihaldi samningurinn fjölmörg ákvæði sem brjóti gegn íslenskum lögum og Evrópureglugerðum.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu