Faxaflóahafnir deila ekki þeirri sýn, sem hópur fólks hefur, að nauðsynlegt sé að tryggja að útsýnið frá Laugarnestanga yfir í Viðey haldi sér og því skuli ekki byggja á nýlegri landfyllingu við Klettagarða. Þetta kom fram í máli Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna, sem ræddi við Heimildina í síðustu viku.
„Við deilum ekki þeirri sýn með því fólki, því miður,“ sagði Gunnar, spurður út í baráttu Laugarnesvina, sem safna undirskriftum fyrir friðlýsingu Laugarnestanga og verndun útsýnisins.

„Við erum í annarri baráttu, varnarbaráttu fyrir framtíð Sundahafnar. Það er verið að skerða Sundahöfn, hugsanlega, með Sundabraut í suðri. Ef við ætlum að halda áfram með Sundahöfnina til framtíðar, þá verðum við að sjá fyrir okkur þróunarsvæði í þessa áttina,“ sagði Gunnar og bætti við að hann útilokaði ekki að einhverjir sjónásar yrðu einhverntímann skertir.
„En það er náttúrlega …
Athugasemdir