Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“

Í kveðju­ávarpi sínu var­aði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti við valda­sam­þjöpp­un auðs og tækni.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“
Biden kveður Hann hóf feril sinn í stjórnmálum árið 1970. Nú, 82 ára gamall, víkur hann fyrir Donald Trump og óttast um framtíð lýðræðisins. Mynd: AFP

Um leið og hann státaði af góðri stöðu efnahagsmála og vopnahléssamningi Ísraels við Hamas var þungur tónn í kveðjuávarpi Joe Bidens Bandaríkjaforseta í gærkvöldi, eftir meira en hálfrar aldar feril í stjórnmálum. „Ég hef hugsað mikið um hver við erum, eða hver við ættum að vera,“ sagði Biden. Meira sagði hann þó um það sem hann segir að stefni í að verði, að lýðræði umbreytist enn meira í auðræði, þar sem þau ríkustu ráða og réttindi venjulegs fólks verði undir.

„Í kveðjuræðu minni í kvöld vil ég vara landið við ákveðnum hlutum sem valda mér miklum áhyggjum. Og það er hættan á samþjöppun valds í höndum fárra einstaklega auðugra einstaklinga, og hættulegar afleiðingar ef misnotkun þeirra á valdi er ekki stöðvuð. Í dag er auðræði að myndast í Bandaríkjunum, byggt á gríðarlegum auði, valdi og áhrifum, sem bókstaflega ógnar öllu lýðræði okkar, grundvallarréttindum og frelsi og jöfnum tækifærum.“

Sérstaklega kvaðst Biden óttast uppgang tæknibaróna, en þeir hafa í vaxandi mæli stutt verðandi forseta, Donald Trump, í verki og orðum.

„Bandaríkjamenn grafast undir flóði rangfærslna og villandi upplýsinga sem auðvelda misnotkun valds. Frjáls fjölmiðlun er að hrynja. Ritstjórar hverfa. Samfélagsmiðlar gefast upp á staðreyndaskoðun. Sannleikurinn er kæfður af lygum sem eru sagðar í þágu valds og gróða. Við verðum að draga samfélagsmiðla til ábyrgðar til að vernda börnin okkar, fjölskyldur okkar og sjálft lýðræðið gegn misnotkun valds. Á sama tíma er gervigreind mikilvægasta tækni okkar tíma, jafnvel allra tíma.“

Viðvaranir Bidens við endalok ferils hans koma í kjölfar þess að ríkasti maður heims, Elon Musk, studdi andstæðing hans, Donald Trump, með opinberum stuðningi og fjárframlögum sem áætluð eru milli 30 til 40 milljarðar íslenskra króna.

Þá hafa auðmenn og eigendur helstu tæknifyrirtækja, Jeff Bezos, eigandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi og aðaleigandi Meta og þar með Facebook, lagt fram fjárframlög fyrir vígsluathöfn Trumps. Sömuleiðis kynnti Zuckerberg í síðustu viku að hætt yrði með staðreyndavöktun á Facebook. Báðir ætla að þeir að mæta á vígsluathöfn Donalds Trumps á mánudag.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þarna sést hvað menntun þjóðar skiptir miklu máli. Það eru hinir ómenntuðu sem eru að kjósa Trump og kjósa frá sér lýðræðið. Demokratar hafa líka ekki sinnt þessum hópi nógu mikið,en Trump plataði fólk upp úr skónum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár