Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“

Í kveðju­ávarpi sínu var­aði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti við valda­sam­þjöpp­un auðs og tækni.

Biden kveður og varar við: „Í dag er auðræði að myndast“
Biden kveður Hann hóf feril sinn í stjórnmálum árið 1970. Nú, 82 ára gamall, víkur hann fyrir Donald Trump og óttast um framtíð lýðræðisins. Mynd: AFP

Um leið og hann státaði af góðri stöðu efnahagsmála og vopnahléssamningi Ísraels við Hamas var þungur tónn í kveðjuávarpi Joe Bidens Bandaríkjaforseta í gærkvöldi, eftir meira en hálfrar aldar feril í stjórnmálum. „Ég hef hugsað mikið um hver við erum, eða hver við ættum að vera,“ sagði Biden. Meira sagði hann þó um það sem hann segir að stefni í að verði, að lýðræði umbreytist enn meira í auðræði, þar sem þau ríkustu ráða og réttindi venjulegs fólks verði undir.

„Í kveðjuræðu minni í kvöld vil ég vara landið við ákveðnum hlutum sem valda mér miklum áhyggjum. Og það er hættan á samþjöppun valds í höndum fárra einstaklega auðugra einstaklinga, og hættulegar afleiðingar ef misnotkun þeirra á valdi er ekki stöðvuð. Í dag er auðræði að myndast í Bandaríkjunum, byggt á gríðarlegum auði, valdi og áhrifum, sem bókstaflega ógnar öllu lýðræði okkar, grundvallarréttindum og frelsi og jöfnum tækifærum.“

Sérstaklega kvaðst Biden óttast uppgang tæknibaróna, en þeir hafa í vaxandi mæli stutt verðandi forseta, Donald Trump, í verki og orðum.

„Bandaríkjamenn grafast undir flóði rangfærslna og villandi upplýsinga sem auðvelda misnotkun valds. Frjáls fjölmiðlun er að hrynja. Ritstjórar hverfa. Samfélagsmiðlar gefast upp á staðreyndaskoðun. Sannleikurinn er kæfður af lygum sem eru sagðar í þágu valds og gróða. Við verðum að draga samfélagsmiðla til ábyrgðar til að vernda börnin okkar, fjölskyldur okkar og sjálft lýðræðið gegn misnotkun valds. Á sama tíma er gervigreind mikilvægasta tækni okkar tíma, jafnvel allra tíma.“

Viðvaranir Bidens við endalok ferils hans koma í kjölfar þess að ríkasti maður heims, Elon Musk, studdi andstæðing hans, Donald Trump, með opinberum stuðningi og fjárframlögum sem áætluð eru milli 30 til 40 milljarðar íslenskra króna.

Þá hafa auðmenn og eigendur helstu tæknifyrirtækja, Jeff Bezos, eigandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi og aðaleigandi Meta og þar með Facebook, lagt fram fjárframlög fyrir vígsluathöfn Trumps. Sömuleiðis kynnti Zuckerberg í síðustu viku að hætt yrði með staðreyndavöktun á Facebook. Báðir ætla að þeir að mæta á vígsluathöfn Donalds Trumps á mánudag.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þarna sést hvað menntun þjóðar skiptir miklu máli. Það eru hinir ómenntuðu sem eru að kjósa Trump og kjósa frá sér lýðræðið. Demokratar hafa líka ekki sinnt þessum hópi nógu mikið,en Trump plataði fólk upp úr skónum.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár