Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi

Und­ar­leg­ur at­burð­ur er til um­fjöll­un­ar í græn­lensk­um fjöl­miðl­um. „Græn­land er ekki til sölu,“ seg­ir græn­lenska heima­stjórn­in í yf­ir­lýs­ingu.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi
Frá Nuuk í dag Grænlenskur borgari deildi myndbandi á Facebook í dag með orðunum: Þeir gefa peninga og húfur til að kaupa sér áhrif. Mynd: Randi Junge Pedersen

Menn sem tala ensku með bandarískum hreim útdeildu í morgun dollaraseðlum og einkennishúfum Donald Trump í Nuuk, höfuðborg Grænlands, samkvæmt fréttum þarlenda fréttamiðilsins Sermitsiaq.

Um er að ræða svokallaða MAGA-áhrifavalda, eða aðila sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum með boðskap um að gera beri Bandaríkin mikil á ný, með hjálp Donalds Trump, sem sest í forsetastól á mánudaginn. Trump hefur boðað að hann vilji að Bandaríkin innlimi Grænland með því að kaupa það eða beita hernaðarvaldi. „Það gæti þurft að gera eitthvað,“ sagði hann á blaðamannafundi í síðustu viku eftir að hafa verið spurður hvort til greina kæmi að beita hernaðarvaldi. Trump segir tilganginn vera að tryggja varnir Bandaríkjanna, en fylgismenn hans hafa vísað til mikilla auðlinda Grænlands, ekki síst málma. 

Hópurinn í Nuuk hefur verið tilkynntur til lögreglu. Hann gengur undir heitinu NELK Boys og hefur um 8 milljón fylgjendur á Youtube. Liðsmenn hópsins ferðuðust meðal annars með Donald Trump í flugvél hans, Trump Force One, í myndbandi sem birt var þremur vikum fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember.

Hafa grænlensk börn sést í höfuðborginni með MAGA-húfur sem þau fengu að gjöf frá hópnum, sem skartar stórri mynd af Donald Trump, verðandi forseta. Samkvæmt fréttum danska miðilsins TV2 hafa áhrifavaldarnir bankað upp á hjá fólki og spurt hvort það „vilji verða Bandaríkjamenn“.

Sama dag birtir grænlenska heimastjórnin, Naalakkersuisut, fréttatilkynningu með yfirskriftinni: Grænland er ekki til sölu. 

„Grænland er Grænlendinga. Og það breytist ekki, hvorki nú eða í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingunni, sem einnig er birt á ensku.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár