Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi

Und­ar­leg­ur at­burð­ur er til um­fjöll­un­ar í græn­lensk­um fjöl­miðl­um. „Græn­land er ekki til sölu,“ seg­ir græn­lenska heima­stjórn­in í yf­ir­lýs­ingu.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi
Frá Nuuk í dag Grænlenskur borgari deildi myndbandi á Facebook í dag með orðunum: Þeir gefa peninga og húfur til að kaupa sér áhrif. Mynd: Randi Junge Pedersen

Menn sem tala ensku með bandarískum hreim útdeildu í morgun dollaraseðlum og einkennishúfum Donald Trump í Nuuk, höfuðborg Grænlands, samkvæmt fréttum þarlenda fréttamiðilsins Sermitsiaq.

Um er að ræða svokallaða MAGA-áhrifavalda, eða aðila sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum með boðskap um að gera beri Bandaríkin mikil á ný, með hjálp Donalds Trump, sem sest í forsetastól á mánudaginn. Trump hefur boðað að hann vilji að Bandaríkin innlimi Grænland með því að kaupa það eða beita hernaðarvaldi. „Það gæti þurft að gera eitthvað,“ sagði hann á blaðamannafundi í síðustu viku eftir að hafa verið spurður hvort til greina kæmi að beita hernaðarvaldi. Trump segir tilganginn vera að tryggja varnir Bandaríkjanna, en fylgismenn hans hafa vísað til mikilla auðlinda Grænlands, ekki síst málma. 

Hópurinn í Nuuk hefur verið tilkynntur til lögreglu. Hann gengur undir heitinu NELK Boys og hefur um 8 milljón fylgjendur á Youtube. Liðsmenn hópsins ferðuðust meðal annars með Donald Trump í flugvél hans, Trump Force One, í myndbandi sem birt var þremur vikum fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember.

Hafa grænlensk börn sést í höfuðborginni með MAGA-húfur sem þau fengu að gjöf frá hópnum, sem skartar stórri mynd af Donald Trump, verðandi forseta. Samkvæmt fréttum danska miðilsins TV2 hafa áhrifavaldarnir bankað upp á hjá fólki og spurt hvort það „vilji verða Bandaríkjamenn“.

Sama dag birtir grænlenska heimastjórnin, Naalakkersuisut, fréttatilkynningu með yfirskriftinni: Grænland er ekki til sölu. 

„Grænland er Grænlendinga. Og það breytist ekki, hvorki nú eða í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingunni, sem einnig er birt á ensku.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu