Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi

Und­ar­leg­ur at­burð­ur er til um­fjöll­un­ar í græn­lensk­um fjöl­miðl­um. „Græn­land er ekki til sölu,“ seg­ir græn­lenska heima­stjórn­in í yf­ir­lýs­ingu.

Áhrifavaldar útdeila dollurum og MAGA-húfum á Grænlandi
Frá Nuuk í dag Grænlenskur borgari deildi myndbandi á Facebook í dag með orðunum: Þeir gefa peninga og húfur til að kaupa sér áhrif. Mynd: Randi Junge Pedersen

Menn sem tala ensku með bandarískum hreim útdeildu í morgun dollaraseðlum og einkennishúfum Donald Trump í Nuuk, höfuðborg Grænlands, samkvæmt fréttum þarlenda fréttamiðilsins Sermitsiaq.

Um er að ræða svokallaða MAGA-áhrifavalda, eða aðila sem eru vinsælir á samfélagsmiðlum með boðskap um að gera beri Bandaríkin mikil á ný, með hjálp Donalds Trump, sem sest í forsetastól á mánudaginn. Trump hefur boðað að hann vilji að Bandaríkin innlimi Grænland með því að kaupa það eða beita hernaðarvaldi. „Það gæti þurft að gera eitthvað,“ sagði hann á blaðamannafundi í síðustu viku eftir að hafa verið spurður hvort til greina kæmi að beita hernaðarvaldi. Trump segir tilganginn vera að tryggja varnir Bandaríkjanna, en fylgismenn hans hafa vísað til mikilla auðlinda Grænlands, ekki síst málma. 

Hópurinn í Nuuk hefur verið tilkynntur til lögreglu. Hann gengur undir heitinu NELK Boys og hefur um 8 milljón fylgjendur á Youtube. Liðsmenn hópsins ferðuðust meðal annars með Donald Trump í flugvél hans, Trump Force One, í myndbandi sem birt var þremur vikum fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nóvember.

Hafa grænlensk börn sést í höfuðborginni með MAGA-húfur sem þau fengu að gjöf frá hópnum, sem skartar stórri mynd af Donald Trump, verðandi forseta. Samkvæmt fréttum danska miðilsins TV2 hafa áhrifavaldarnir bankað upp á hjá fólki og spurt hvort það „vilji verða Bandaríkjamenn“.

Sama dag birtir grænlenska heimastjórnin, Naalakkersuisut, fréttatilkynningu með yfirskriftinni: Grænland er ekki til sölu. 

„Grænland er Grænlendinga. Og það breytist ekki, hvorki nú eða í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingunni, sem einnig er birt á ensku.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár