Fasteignaþróunarfélagið Klasi, sem undirbýr uppbyggingu á lóð við Álfheima 49, þar sem Olís rekur í dag bensínstöð, gerir „alvarlega athugasemd“ við auglýsta deiliskipulagstillögu á reit handan Suðurlandsbrautarinnar, í Skeifunni 7-9.
Á lóðum í Skeifunni 7-9, sem fasteignafélagið Eik á, stendur til að rífa tvær stórar atvinnubyggingar og byggja eitt stærðarinnar fjölbýlishús, að mestu 4 til 6 hæða hátt, en þó allt upp í 8 hæðir á norðvesturhorni. Þetta hús, sem gæti orðið með allt að 200 íbúðum samkvæmt deiliskipulagstillögu, segir Klasi að komi til með að skyggja á bensínstöðvarreitinn við Álfheima.
Í athugasemd sem fulltrúi Klasa hefur sett fram í skipulagsgátt segir að það komi „verulega á óvart“ að Reykjavíkurborg sé nú að auglýsa tillögu þar sem gert sé ráð fyrir allt að 6-8 hæða húsum sem standi beint í suður og vestur af Álfheimum.
Við skoðun á tillögunni sjáist „greinilega að þessi byggingaráform hafa mjög neikvæð áhrif á dvalarsvæði, …
Athugasemdir