Það besta sem kom fyrir mig á síðasta ári er að barnið mitt komst inn á leikskóla. Ég þakka fyrir að barnið mitt komst loksins inn á leikskóla, fyrir hans hönd líka, hann var að verða brjálaður á að vera heima. Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024. Hann er tveggja og hálfs. Hann var ekki hjá dagmömmu eða neitt þannig ég er mjög glöð að fá að endurheimta smá af lífi mínu til baka eftir þetta.
„Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024“
2025 verður árið sem ég get loksins farið í smá „me-time“ aftur. Ég ætla að hugsa vel um sjálfa mig. Ég ætla að fara í ræktina, stunda hugleiðslu og hitta vini. Svo elska ég að vera hér, í vintage-búðinni Wasteland. Þetta er búðin mín. Ég er að undirbúa útsölur og mér finnst geggjað að geta unnið við áhugamálið mitt. Ég fyllist gleði við að vera hér.
Mig langar að vera bara betri en í gær, ég ætla að reyna að gera það á þessu nýja ári. Ég ætla að hugsa um sjálfa mig, setja mig í fyrsta sæti. Það er markmiðið á þessu ári, eins og kannski hjá öllum bara? En sama hvað er í gangi þá verður maður að halda áfram. Litli er búinn að vera veikur í mánuð og ég er ekki búin að fara neitt í ræktina. En ég ætla að vera ákveðnari við sjálfa mig á þessu ári. Setja mig í fyrsta sæti.“
Athugasemdir