Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss

Hápunkt­ur síð­asta árs hjá Rakel Unni Thorlacius var þeg­ar tveggja og hálfs árs gam­all son­ur henn­ar fékk leik­skóla­pláss. Á þessu ári ætl­ar hún að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.

Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss
„Me-time“ Rakel Unnur Thorlacius ætlar að setja sjálfa sig í fyrsta sæti á nýju ári, nú þegar tveggja og hálfs árs gamall sonur hennar er loks kominn með leikskólapláss. Mynd: Heimildin/Erla María

Það besta sem kom fyrir mig á síðasta ári er að barnið mitt komst inn á leikskóla. Ég þakka fyrir að barnið mitt komst loksins inn á leikskóla, fyrir hans hönd líka, hann var að verða brjálaður á að vera heima. Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024. Hann er tveggja og hálfs. Hann var ekki hjá dagmömmu eða neitt þannig ég er mjög glöð að fá að endurheimta smá af lífi mínu til baka eftir þetta.

„Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024“

2025 verður árið sem ég get loksins farið í smá „me-time“ aftur. Ég ætla að hugsa vel um sjálfa mig. Ég ætla að fara í ræktina, stunda hugleiðslu og hitta vini. Svo elska ég að vera hér, í vintage-búðinni Wasteland. Þetta er búðin mín. Ég er að undirbúa útsölur og mér finnst geggjað að geta unnið við áhugamálið mitt. Ég fyllist gleði við að vera hér. 

Mig langar að vera bara betri en í gær, ég ætla að reyna að gera það á þessu nýja ári. Ég ætla að hugsa um sjálfa mig, setja mig í fyrsta sæti. Það er markmiðið á þessu ári, eins og kannski hjá öllum bara? En sama hvað er í gangi þá verður maður að halda áfram. Litli er búinn að vera veikur í mánuð og ég er ekki búin að fara neitt í ræktina. En ég ætla að vera ákveðnari við sjálfa mig á þessu ári. Setja mig í fyrsta sæti.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár