Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss

Hápunkt­ur síð­asta árs hjá Rakel Unni Thorlacius var þeg­ar tveggja og hálfs árs gam­all son­ur henn­ar fékk leik­skóla­pláss. Á þessu ári ætl­ar hún að setja sjálfa sig í fyrsta sæti.

Toppurinn á tilverunni að fá leikskólapláss
„Me-time“ Rakel Unnur Thorlacius ætlar að setja sjálfa sig í fyrsta sæti á nýju ári, nú þegar tveggja og hálfs árs gamall sonur hennar er loks kominn með leikskólapláss. Mynd: Heimildin/Erla María

Það besta sem kom fyrir mig á síðasta ári er að barnið mitt komst inn á leikskóla. Ég þakka fyrir að barnið mitt komst loksins inn á leikskóla, fyrir hans hönd líka, hann var að verða brjálaður á að vera heima. Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024. Hann er tveggja og hálfs. Hann var ekki hjá dagmömmu eða neitt þannig ég er mjög glöð að fá að endurheimta smá af lífi mínu til baka eftir þetta.

„Það hljómar kannski þunglynt en það var toppurinn á 2024“

2025 verður árið sem ég get loksins farið í smá „me-time“ aftur. Ég ætla að hugsa vel um sjálfa mig. Ég ætla að fara í ræktina, stunda hugleiðslu og hitta vini. Svo elska ég að vera hér, í vintage-búðinni Wasteland. Þetta er búðin mín. Ég er að undirbúa útsölur og mér finnst geggjað að geta unnið við áhugamálið mitt. Ég fyllist gleði við að vera hér. 

Mig langar að vera bara betri en í gær, ég ætla að reyna að gera það á þessu nýja ári. Ég ætla að hugsa um sjálfa mig, setja mig í fyrsta sæti. Það er markmiðið á þessu ári, eins og kannski hjá öllum bara? En sama hvað er í gangi þá verður maður að halda áfram. Litli er búinn að vera veikur í mánuð og ég er ekki búin að fara neitt í ræktina. En ég ætla að vera ákveðnari við sjálfa mig á þessu ári. Setja mig í fyrsta sæti.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Meirihlutaslitin
1
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár