Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
Sjöfn Evertsdóttir Hvetur fólk til að leita sér aðstoðar ef einkenni áfallastreituröskunar hafa verið til staðar í mánuð eða meira. Mynd: Golli

Sjöfn Evertsdóttir er yfirsálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Hún hefur unnið með fjölda fólks í tengslum við áföll og meðal annars lokið meistaranámi í hugrænni atferlismeðferð við Oxford-háskóla. Lokaverkefni hennar fólst í rannsókn á hópmeðferð fyrir fullorðna þolendur áfalla í æsku.

Heimildin ræddi við Sjöfn um eðli áfalla og áfallastreituröskunar ásamt því að leita ráða um hvernig hægt sé að vinna í áfalli. 

Röskun á daglegu lífi

Hvað er áfall?

„Það fer eftir því hvort við erum að tala um áfall út frá klínískum viðmiðum eða hvort við erum að tala um annars konar persónuleg áföll sem fólk getur orðið fyrir í daglegu lífi,“ svarar Sjöfn.

Til eru nokkrar áfalla- og streitutengdar raskanir samkvæmt klínískum viðmiðum en til að uppfylla greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun þarf áfallið að hafa ógnað lífi og/eða valdið alvarlegum áverka eða dauðsfalli, eða falið í sér kynferðisofbeldi eða ógn þess …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu