Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
Sjöfn Evertsdóttir Hvetur fólk til að leita sér aðstoðar ef einkenni áfallastreituröskunar hafa verið til staðar í mánuð eða meira. Mynd: Golli

Sjöfn Evertsdóttir er yfirsálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Hún hefur unnið með fjölda fólks í tengslum við áföll og meðal annars lokið meistaranámi í hugrænni atferlismeðferð við Oxford-háskóla. Lokaverkefni hennar fólst í rannsókn á hópmeðferð fyrir fullorðna þolendur áfalla í æsku.

Heimildin ræddi við Sjöfn um eðli áfalla og áfallastreituröskunar ásamt því að leita ráða um hvernig hægt sé að vinna í áfalli. 

Röskun á daglegu lífi

Hvað er áfall?

„Það fer eftir því hvort við erum að tala um áfall út frá klínískum viðmiðum eða hvort við erum að tala um annars konar persónuleg áföll sem fólk getur orðið fyrir í daglegu lífi,“ svarar Sjöfn.

Til eru nokkrar áfalla- og streitutengdar raskanir samkvæmt klínískum viðmiðum en til að uppfylla greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun þarf áfallið að hafa ógnað lífi og/eða valdið alvarlegum áverka eða dauðsfalli, eða falið í sér kynferðisofbeldi eða ógn þess …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár