Sjöfn Evertsdóttir er yfirsálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. Hún hefur unnið með fjölda fólks í tengslum við áföll og meðal annars lokið meistaranámi í hugrænni atferlismeðferð við Oxford-háskóla. Lokaverkefni hennar fólst í rannsókn á hópmeðferð fyrir fullorðna þolendur áfalla í æsku.
Heimildin ræddi við Sjöfn um eðli áfalla og áfallastreituröskunar ásamt því að leita ráða um hvernig hægt sé að vinna í áfalli.
Röskun á daglegu lífi
Hvað er áfall?
„Það fer eftir því hvort við erum að tala um áfall út frá klínískum viðmiðum eða hvort við erum að tala um annars konar persónuleg áföll sem fólk getur orðið fyrir í daglegu lífi,“ svarar Sjöfn.
Til eru nokkrar áfalla- og streitutengdar raskanir samkvæmt klínískum viðmiðum en til að uppfylla greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun þarf áfallið að hafa ógnað lífi og/eða valdið alvarlegum áverka eða dauðsfalli, eða falið í sér kynferðisofbeldi eða ógn þess …
Athugasemdir