Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Íbúar segja skemmuna skipulagsslys: „Fólk er virkilega dapurt“

Íbú­ar Ár­skóga 7, húss sem ligg­ur að nýreistri vöru­skemmu við Álfa­bakka, voru mætt­ir á fund borg­ar­stjórn­ar sem hófst í Ráð­hús­inu í há­deg­inu. Einn þeirra seg­ir fólk­ið í hús­inu dap­urt en ann­ar fer fram á að skemm­an verði rif­in.

Íbúar segja skemmuna skipulagsslys: „Fólk er virkilega dapurt“
Ósátt Íbúar Árskóga ræddu við Einar Þorsteinsson borgarstjóra áður en fundur borgarstjórnar hófst í dag. Mynd: Golli

„Ég hef bara eina kröfu, hún er sú að húsið verði rifið niður og fjarlægt,“ segir Kristján Hálfdánarson þar sem hann stendur í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt nágrönnum sínum, þeim Jóhönnu Hansen og Ingibjörgu Pétursdóttur. Öll búa þau í Árskógum 7 í Breiðholti, húsi sem liggur að nýreistu vöruhúsi við Álfabakka 2.

Mikið hefur verið fjallað um mál vöruhússins í fjölmiðlum síðustu vikur, en stærðarinnar atvinnuhúsnæði var nýlega reist aðeins 14 metrum frá fjölbýlishúsi í Árskógum. Skemman, sem hefur verið uppnefnd „græna gímaldið“ er jafnhá fjölbýlishúsinu og íbúðirnar sem að henni snúa hafa því takmarkað útsýni miðað við það sem var fyrir skemmstu. 

Íbúar Árskóga 7 voru komnir í Ráðhúsið til að vera viðstaddir borgarstjórnarfund þar sem á dagskrá var að ræða um mál vöruhússins við Álfabakka. Á fundinum voru tvær tillögur lagðar fram, annars vegar frá borgarfulltrúa Flokks fólksins og hins vegar frá borgarfulltrúum …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Á ekki Búseti þessa óheppnu blokk?
    0
  • FÞG
    Friðrik Þór Guðmundsson skrifaði
    Það er öllum ljóst að hér hafa verið gerð stórkostleg mistök - af allri borgarstjórninni og viðkomandi nefndum og af fulltrúum bæði meirihluta og minnihluta. Meirihlutinn á klúðrið fyrir sinn part, en hafi fulltrúar minnihlutans í nefndum og borgarstjórn ekki auðsýnt aðhald og gert breytingatillögur þá hafa þeir brugðist allt eins mikið. Samþykkt hefur verið að gera stjórnsýsluúttekt, sem er gott mál og þar ber að yfirfara alla meðferð málsins frá A til Ö. Þar á að fjalla um aðgerðarleysi og andvaraleysi meirihlutans og þar á líka að spyrja um aðgerðarleysi og andvaraleysi fulltrúa minnihlutans. Þeirra sem áttu að veita aðhaldið og koma í veg fyrir klúður af hálfu meirihlutans. Hafi þessi plön öll runnið í gegn án bókana og mótatkvæða er minnihlutinn samsekur meirihlutanum.
    4
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Einfaldasta og skaðminnsta lausnin er, að borgin bjóðist til að kaupa upp stigaganginn, þannig að eigendur geti keypt jafngildar íbúðir annars staðar.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu