Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Eft­ir að Don­ald Trump tap­aði í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um í árs­lok 2020 hélt hann því ít­rek­að fram að svindl hafi leitt til þess að hann tap­aði. Á fundi með stuðn­ings­mönn­um sín­um þann 6. janú­ar 2021 sagði hann: „Við mun­um aldrei gef­ast upp.“ Skömmu síð­ar réð­ust stuðn­ings­menn hans inn í banda­ríska þing­hús­ið. Seinna í þess­um mán­uði tek­ur Trump aft­ur við embætti sem for­seti Banda­ríkj­anna.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Donalds Trumps, þá fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust á þinghúsið í Washington á meðan fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir.

Frá því tilkynnt var að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna og yrði þar með næsti forseti landsins, hafði Trump endurtekið sakað andstæðinga sína um kosningasvindl og sagt að sigrínum hafi verið rænt af sér. Þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið var það eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr þá nýafstöðnum forsetakosningum.

Þessi árás átti sér stað 6. janúar 2021. Í dag, 6. janúar 2025, stendur til að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr nýafstöðnum kosningum, en þar stóð Trump uppi sem sigurvegari. Hann verður formlega vígður í embætti þann 20. þessa mánaðar. 

Trump var ákærður fyrir aðild sína að þessari árás, og varð þá fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður fyrir þinginu tvisvar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Og þennan endemis drullusokk kjósa Kanar til að stýra landinu. Illa er komið fyrir þessari vesalings þjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
6
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár