Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Eft­ir að Don­ald Trump tap­aði í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um í árs­lok 2020 hélt hann því ít­rek­að fram að svindl hafi leitt til þess að hann tap­aði. Á fundi með stuðn­ings­mönn­um sín­um þann 6. janú­ar 2021 sagði hann: „Við mun­um aldrei gef­ast upp.“ Skömmu síð­ar réð­ust stuðn­ings­menn hans inn í banda­ríska þing­hús­ið. Seinna í þess­um mán­uði tek­ur Trump aft­ur við embætti sem for­seti Banda­ríkj­anna.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Donalds Trumps, þá fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust á þinghúsið í Washington á meðan fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir.

Frá því tilkynnt var að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna og yrði þar með næsti forseti landsins, hafði Trump endurtekið sakað andstæðinga sína um kosningasvindl og sagt að sigrínum hafi verið rænt af sér. Þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið var það eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr þá nýafstöðnum forsetakosningum.

Þessi árás átti sér stað 6. janúar 2021. Í dag, 6. janúar 2025, stendur til að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr nýafstöðnum kosningum, en þar stóð Trump uppi sem sigurvegari. Hann verður formlega vígður í embætti þann 20. þessa mánaðar. 

Trump var ákærður fyrir aðild sína að þessari árás, og varð þá fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður fyrir þinginu tvisvar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Og þennan endemis drullusokk kjósa Kanar til að stýra landinu. Illa er komið fyrir þessari vesalings þjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu