Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

„Þessum hryllingi verður að linna“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra, ræddi í dag við fram­kvæmda­stjóra UN­RWA og yf­ir­mann mann­úð­ar- og upp­bygg­ing­ar­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Gaza. Þar til­kynnti hún UN­RWA að Ís­land muni greiða fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar fyrr en áætl­að var, í ljósi gríð­ar­legr­ar mann­úð­ar­þarf­ar.

„Þessum hryllingi verður að linna“

„Ástandið á Gaza er óásættanlegt og sýnir allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis. Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í færslu á Facebooksíðu hennar. 

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherra hafi í dag rætt við framkvæmdastjóra UNRWA og yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, en síðan vísar ráðuneytið á Facebooksíðu Þorgerðar Katrínar vegna nánari upplýsinga um innihald samtalanna. 

UNRWA er Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna en athygli vakti snemma á síðasta ári þegar þáverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, ákvað að frysta tímabundið greiðslur íslenskra ríkisins til hennar eftir að ásakanir komu fram um að starfsmenn UNRWA hefðu átt aðeild að árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Í mars  var síðan tilkynnt af hálfu ráðneytisins að framlagið yrði greitt fyrir gjaldagann, 1. apríl.

Á Facebooksíðu sinni segir Þorgerður Katrín að í símtali sínu við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, hafi hún staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var, í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar. Ísland meti mikils það mikilvæga starf sem Lazzarini og starfsfólk hans inna af hendi við afar krefjandi aðstæður. 

Óviðunandi staða 

Þá skrifar Þorgerður Katrín að í samtali við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, hafi þær farið yfir „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu. Því staðan núna er óviðunandi.“

„Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar“

Þorgerður Katrín skrifar: „Það er mín einlæga trú að alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum. Þar getum við Íslendingar sannanlega orðið að liði. Við komuna í utanríkisráðuneytið einsetti ég mér að beita rödd minni hvert sem ég fer, í þágu mannúðar og frelsis.

Ég hef þegar óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera þeim grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta okkar. Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna.“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Það verður að stíga niður og segja við þá sem stjórna og hlífa að þetta gangi ekki lengur. Það er ekki hægt að vera með þjóð í hernaðarbandalagi sem gerir svona og sem ver það sem er ekki verjanlegt. Nú er þetta orðið þannig að allar þjóðir á þingi Sameinuðu þjóðanna eru á móti þessu nema tvær, sú sem er að fremja glæpina og sú sem er að verja glæpina og aðstoða við þá! Með þessum þjóðum eigum við ekki að vera með í neinu bandalagi.
    7
    • ÞTÞ
      Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
      Ef þú átt við að "spirna við fæti" þá er ég þér alveg sammála
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár