Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Uppist­and­ar­inn Jakob Birg­is­son er orð­inn að­stoð­ar­mað­ur dóms­mála­ráð­herra ásamt lög­fræð­ingn­um Þórólfi Heið­ari Þor­steins­syni. Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir að­stoð­ar ut­an­rík­is­ráð­herra en Jón Stein­dór Valdi­mars­son er að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Aðstoðar dómsmálaráðherra Jakob hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu.

Aðstoðarmenn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra eru uppistandarinn Jakob Birgisson og lögfræðinginn Þórólfur Heiðar Þorsteinsson. Þeir hafa þegar tekið til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Jakob útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2018, hann hefur síðan starfað sem uppistandari og við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. 

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2007 og fékk lögmannsréttindi árið 2010. Þá lauk hann LL.M gráðu frá Uppsalaháskóla árið 2015. Þórólfur hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022, en þar á undan starfaði hann sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BBA//Fjeldco. 

Ingileif og Stefanía aðstoða Þorgerði Katrínu og Hönnu Katrínu

Fyrr í dag tilkynnti utanríkisráðuneytið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefði ráðið Ingileif Friðriksdóttur í stöðu aðstoðarmanns. Hún er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, þáttastjórnandi á RÚV og framkvæmdastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Ketchup Creative.

Ingileif hefur meðal annars setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands, trúnaðarráði Samtakanna ’78 og tekið þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. 

Þá mun Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verða aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Stefanía hefur verið framkvæmdastjóri þingflokksins frá árinu 2017, áður starfaði hún sem verkefnastjóri viðburða á markaðssviði Háskólans í Reykjavík. Stefanía hefur lokið BA-gráður í listrænni viðburðastjórnun frá Rose Bruford College í London.

Jón Steindór aðstoðar Daða

Fyrr í vikunni staðfesti Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar að hann hefði verið ráðinn aðstoðarmaður nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Mas Kristóferssonar. Hann hefur þegar hafið störf. 

Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Hann sat á þingi í Suðvesturkjördæmi fyrir Viðreisn árin 2016-2021. Jón Steindór hefur bæði verið formaður Evrópuhreyfingarinnar og Já Ísland! sem tala fyrir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hann sér kannski spaugilegu hliđina á þessu öllu saman🤪
    0
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Hvað getur uppistandari gert í Dómsmálaráðuneytinu?
    2
    • MÖG
      Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
      Það fer eftir því hvaða próf hann hefur, hann er lögfræðingur.
      -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár