Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Uppist­and­ar­inn Jakob Birg­is­son er orð­inn að­stoð­ar­mað­ur dóms­mála­ráð­herra ásamt lög­fræð­ingn­um Þórólfi Heið­ari Þor­steins­syni. Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir að­stoð­ar ut­an­rík­is­ráð­herra en Jón Stein­dór Valdi­mars­son er að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Aðstoðar dómsmálaráðherra Jakob hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu.

Aðstoðarmenn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra eru uppistandarinn Jakob Birgisson og lögfræðinginn Þórólfur Heiðar Þorsteinsson. Þeir hafa þegar tekið til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Jakob útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2018, hann hefur síðan starfað sem uppistandari og við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. 

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2007 og fékk lögmannsréttindi árið 2010. Þá lauk hann LL.M gráðu frá Uppsalaháskóla árið 2015. Þórólfur hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022, en þar á undan starfaði hann sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BBA//Fjeldco. 

Ingileif og Stefanía aðstoða Þorgerði Katrínu og Hönnu Katrínu

Fyrr í dag tilkynnti utanríkisráðuneytið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefði ráðið Ingileif Friðriksdóttur í stöðu aðstoðarmanns. Hún er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, þáttastjórnandi á RÚV og framkvæmdastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Ketchup Creative.

Ingileif hefur meðal annars setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands, trúnaðarráði Samtakanna ’78 og tekið þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. 

Þá mun Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verða aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Stefanía hefur verið framkvæmdastjóri þingflokksins frá árinu 2017, áður starfaði hún sem verkefnastjóri viðburða á markaðssviði Háskólans í Reykjavík. Stefanía hefur lokið BA-gráður í listrænni viðburðastjórnun frá Rose Bruford College í London.

Jón Steindór aðstoðar Daða

Fyrr í vikunni staðfesti Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar að hann hefði verið ráðinn aðstoðarmaður nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Mas Kristóferssonar. Hann hefur þegar hafið störf. 

Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Hann sat á þingi í Suðvesturkjördæmi fyrir Viðreisn árin 2016-2021. Jón Steindór hefur bæði verið formaður Evrópuhreyfingarinnar og Já Ísland! sem tala fyrir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hann sér kannski spaugilegu hliđina á þessu öllu saman🤪
    0
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Hvað getur uppistandari gert í Dómsmálaráðuneytinu?
    2
    • MÖG
      Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
      Það fer eftir því hvaða próf hann hefur, hann er lögfræðingur.
      -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár