Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra

Uppist­and­ar­inn Jakob Birg­is­son er orð­inn að­stoð­ar­mað­ur dóms­mála­ráð­herra ásamt lög­fræð­ingn­um Þórólfi Heið­ari Þor­steins­syni. Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir að­stoð­ar ut­an­rík­is­ráð­herra en Jón Stein­dór Valdi­mars­son er að­stoð­ar­mað­ur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Aðstoðar dómsmálaráðherra Jakob hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu.

Aðstoðarmenn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra eru uppistandarinn Jakob Birgisson og lögfræðinginn Þórólfur Heiðar Þorsteinsson. Þeir hafa þegar tekið til starfa í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Jakob útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2018, hann hefur síðan starfað sem uppistandari og við texta- og hugmyndavinnu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. 

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2007 og fékk lögmannsréttindi árið 2010. Þá lauk hann LL.M gráðu frá Uppsalaháskóla árið 2015. Þórólfur hefur starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu frá árinu 2022, en þar á undan starfaði hann sem lögfræðingur hjá Bankasýslu ríkisins og BBA//Fjeldco. 

Ingileif og Stefanía aðstoða Þorgerði Katrínu og Hönnu Katrínu

Fyrr í dag tilkynnti utanríkisráðuneytið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefði ráðið Ingileif Friðriksdóttur í stöðu aðstoðarmanns. Hún er með BA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands, hefur starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu, þáttastjórnandi á RÚV og framkvæmdastjóri hjá framleiðslufyrirtækinu Ketchup Creative.

Ingileif hefur meðal annars setið í Stúdentaráði Háskóla Íslands, trúnaðarráði Samtakanna ’78 og tekið þátt í skipulagningu Druslugöngunnar. 

Þá mun Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verða aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Stefanía hefur verið framkvæmdastjóri þingflokksins frá árinu 2017, áður starfaði hún sem verkefnastjóri viðburða á markaðssviði Háskólans í Reykjavík. Stefanía hefur lokið BA-gráður í listrænni viðburðastjórnun frá Rose Bruford College í London.

Jón Steindór aðstoðar Daða

Fyrr í vikunni staðfesti Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar að hann hefði verið ráðinn aðstoðarmaður nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Mas Kristóferssonar. Hann hefur þegar hafið störf. 

Jón Steindór er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri, embættispróf í lögfræði frá HÍ og MPM frá tækni- og verkfræðideild HR 2013. Hann sat á þingi í Suðvesturkjördæmi fyrir Viðreisn árin 2016-2021. Jón Steindór hefur bæði verið formaður Evrópuhreyfingarinnar og Já Ísland! sem tala fyrir inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hann sér kannski spaugilegu hliđina á þessu öllu saman🤪
    0
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Hvað getur uppistandari gert í Dómsmálaráðuneytinu?
    2
    • MÖG
      Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
      Það fer eftir því hvaða próf hann hefur, hann er lögfræðingur.
      -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
6
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár