Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson

Dor­rit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú, seg­ir hund­inn Sam­son vera ást­ina í lífi sínu og ef hún gæti væri hún alltaf á Ís­landi með hon­um. Dor­rit seg­ir það eng­um koma við að hund­ur­inn sé klón­að­ur. „Ég sagði eng­um frá því að hann væri klón­að­ur. Ólaf­ur gerði það.“

Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson
Eins Hundurinn Samson er alveg eins og Sámur, Dorrit segir þó að það sé karakterinn sem skipti meira máli en útlitið. Mynd: Golli

„Ég hef aldrei verið hrifin af ferðalögum. Ef ég gæti myndi ég alltaf vera á Íslandi með Samson en ég get það ekki,“ segir fyrrverandi forsetafrúin Dorrit Moussaieff, en hún heldur heimili bæði á Íslandi og í London.

Hún kveðst ferðast allt of mikið – í hverri eða annarri hverri viku – bæði vinnu sinnar vegna sem og með eiginmanni sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Ég er þar sem ég þarf að vera hverju sinni. Samson virðist ekkert þurfa á mér að halda, því hann er mjög ánægður.“

Hún var viðmælandi Svövu Jónsdóttur í forsíðuviðtali síðasta tölublaðs Heimildarinnar. 

Sagði engum að hann væri klónaður

Sumarið 2008, á meðan þau bjuggu á Bessastöðum, fengu Ólafur Ragnar og Dorrit sér hundinn Sám. En eftir að hann drapst var sú ákvörðun tekin að klóna hann. Dorrit segir hundinn Samson, klón Sáms, vera kraftaverk. „He's the love of my life,“ segir hún um hann.

Það vakti talsverða athygli á sínum tíma að forsetahjónin fyrrverandi hefðu tekið þá ákvörðun að láta klóna hundinn sinn. Viðbrögðin voru misjöfn og spönnuðu allt frá forvitni yfir í hneykslan. Dorrit segir þó að þetta hafi engum komið við. „Ég sagði engum frá því að hann væri klónaður. Ólafur gerði það,“ segir hún. Sámur og Samson líta eins út, en forsetafrúin fyrrverandi segir að það sé ekki útlitið sem skipti máli heldur karakterinn.

Í uppáhaldi að fara á Esjuna

Dorrit kveðst hafa orðið ástfangin af Íslandi þegar hún kom hingað fyrst. „Ég elskaði náttúruna. Ég elskaði lyktina og ferska loftið. Hér var engin mengun.“

Þegar hún er á Íslandi er í uppáhaldi hjá henni að ganga upp Esjuna, sem Dorrit segir vera sinn eftirlætisstað á Íslandi. „Ég fer upp að Steini. Ástæðan fyrir því að ég fer ekki upp á topp er að Samson kemst ekki þangað, en annars færi ég alla leið.“ Efsti hluti Esjunnar er nefnilega grýttur sem gerir hundum erfitt fyrir að komast þar upp.

Það er þó greinilegt að Dorrit vill fara víðar með hund sinn en aðeins upp á Esjuna. Dorrit segir að íslenskt samfélag ætti að vera jákvæðara gagnvart hundum og að breyta mætti reglum um hunda hér á landi. Hún segist velja að fara á þá veitingastaði hér á landi þar sem hundar eru velkomnir og henni finnst að hundar eigi líka að geta farið inn í verslanir og á sjúkrahús. „Þetta þurfa auðvitað að vera vel upp aldir hundar. Hundar auka vellíðan fólks.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Er sammála Dorrit að íslenskt samfélag ætti að vera jákvæðara gagnvart hundum. Bjóða ætti hunda velkomna í auknum mæli í verlanir, verslunarmiðstöðvar, kaffihús, sumarhús, hótel og veitingahús.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár