Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson

Dor­rit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú, seg­ir hund­inn Sam­son vera ást­ina í lífi sínu og ef hún gæti væri hún alltaf á Ís­landi með hon­um. Dor­rit seg­ir það eng­um koma við að hund­ur­inn sé klón­að­ur. „Ég sagði eng­um frá því að hann væri klón­að­ur. Ólaf­ur gerði það.“

Ástin í lífi Dorritar er hundurinn Samson
Eins Hundurinn Samson er alveg eins og Sámur, Dorrit segir þó að það sé karakterinn sem skipti meira máli en útlitið. Mynd: Golli

„Ég hef aldrei verið hrifin af ferðalögum. Ef ég gæti myndi ég alltaf vera á Íslandi með Samson en ég get það ekki,“ segir fyrrverandi forsetafrúin Dorrit Moussaieff, en hún heldur heimili bæði á Íslandi og í London.

Hún kveðst ferðast allt of mikið – í hverri eða annarri hverri viku – bæði vinnu sinnar vegna sem og með eiginmanni sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Ég er þar sem ég þarf að vera hverju sinni. Samson virðist ekkert þurfa á mér að halda, því hann er mjög ánægður.“

Hún var viðmælandi Svövu Jónsdóttur í forsíðuviðtali síðasta tölublaðs Heimildarinnar. 

Sagði engum að hann væri klónaður

Sumarið 2008, á meðan þau bjuggu á Bessastöðum, fengu Ólafur Ragnar og Dorrit sér hundinn Sám. En eftir að hann drapst var sú ákvörðun tekin að klóna hann. Dorrit segir hundinn Samson, klón Sáms, vera kraftaverk. „He's the love of my life,“ segir hún um hann.

Það vakti talsverða athygli á sínum tíma að forsetahjónin fyrrverandi hefðu tekið þá ákvörðun að láta klóna hundinn sinn. Viðbrögðin voru misjöfn og spönnuðu allt frá forvitni yfir í hneykslan. Dorrit segir þó að þetta hafi engum komið við. „Ég sagði engum frá því að hann væri klónaður. Ólafur gerði það,“ segir hún. Sámur og Samson líta eins út, en forsetafrúin fyrrverandi segir að það sé ekki útlitið sem skipti máli heldur karakterinn.

Í uppáhaldi að fara á Esjuna

Dorrit kveðst hafa orðið ástfangin af Íslandi þegar hún kom hingað fyrst. „Ég elskaði náttúruna. Ég elskaði lyktina og ferska loftið. Hér var engin mengun.“

Þegar hún er á Íslandi er í uppáhaldi hjá henni að ganga upp Esjuna, sem Dorrit segir vera sinn eftirlætisstað á Íslandi. „Ég fer upp að Steini. Ástæðan fyrir því að ég fer ekki upp á topp er að Samson kemst ekki þangað, en annars færi ég alla leið.“ Efsti hluti Esjunnar er nefnilega grýttur sem gerir hundum erfitt fyrir að komast þar upp.

Það er þó greinilegt að Dorrit vill fara víðar með hund sinn en aðeins upp á Esjuna. Dorrit segir að íslenskt samfélag ætti að vera jákvæðara gagnvart hundum og að breyta mætti reglum um hunda hér á landi. Hún segist velja að fara á þá veitingastaði hér á landi þar sem hundar eru velkomnir og henni finnst að hundar eigi líka að geta farið inn í verslanir og á sjúkrahús. „Þetta þurfa auðvitað að vera vel upp aldir hundar. Hundar auka vellíðan fólks.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Er sammála Dorrit að íslenskt samfélag ætti að vera jákvæðara gagnvart hundum. Bjóða ætti hunda velkomna í auknum mæli í verlanir, verslunarmiðstöðvar, kaffihús, sumarhús, hótel og veitingahús.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár