Eldgos og afkomendur Tyrkjaránsins vinsælast á Vísindavefnum

Eld­gos, stjórn­mál, lána­mál og Tyrkjarán­ið var það sem Ís­lend­ing­ar voru hvað for­vitn­ast­ir um í ár. Vís­inda­vef­ur­inn tók sam­an helstu svör­in sem þjóð­in leit­aði að.

Eldgos og afkomendur Tyrkjaránsins vinsælast á Vísindavefnum
Vísindavefurinn tilheyrir Háskóla Íslands og svarar spurningum almennings með upplýsingu að leiðarljósi.

Vísindavefurinn hefur tekið saman það efni sem var vinsælast á vefnum í ár og kennir þar ýmissa grasa. Helst voru það eldgosin sem vöktu áhuga almennings og fékk fólk til þess að leita sér frekari upplýsinga. Þannig var svar þeirra Magnúsar Tuma Guðmundssonar og Jóns Gunnars Þorsteinssonar vinsælast: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?

Næstvinsælast voru stjórnmálin. Sérstaklega hugtakið starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana. Svarið ritaði Hafstein Þór Hauksson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands.

Vestmannaeyjar og Grindavík

Þá voru Vestmannaeyjar Íslendingum ofarlega í huga og tengjast augljóslega hamförunum í Grindavík. Þriðja mest lesna efnið á Vísindavefnum er spurningin: Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos á meðan Grindavík er nú varanlega ótraust. Svarið skrifaði Páll Einarsson. Það var stutt og í þremur liðum. Annar liðurinn svarar þó spurningunni nokkuð vel. 

„Flest bendir til að við séum enn í miðjum atburði í Grindavík. Kvikusöfnunin undir Svartsengi hefur þegar leitt til þriggja alvarlegra atburða (tvö gos, eitt gangainnskot án goss), og er enn í fullum gangi,“ skrifaði Páll.

Lánamál ofarlega í huga margra

Þá veltu margir fyrir sér lánamálum. Gylfi Magnússon, prófessor við HÍ, svaraði þannig almenningi um það hvor yrði fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum; sá sem tekur verðtryggt lán, eða sá sem tekur óverðtryggt lán? Svarið er nokkuð fyrirsjáanlegt; þeir eru jafnlengi að því að sögn prófessorsins. En auðvitað er það ekki svo einfalt.

Hvar eru börn Tyrkjanna?

Svo virðist sem þingmál hafi rekið fjölmarga til þess að fletta upp fróðleik um Tyrkjaránið. Fimmta vinsælasta efnið á Vísindavefnum er spurningin: Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?

Það var í febrúar sem þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason lögðu til að Íslenskri erfðagreiningu yrði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi. En einnig blandaðra afkomenda Íslendinga í Alsír.

Íslensk erfðagreining fengin í málið

Eins og þekkt er átti Tyrkjaránið sér stað sumarið 1627, fyrir um 400 árum síðan, þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru annars vegar frá Marokkó og hins vegar frá Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum þaðan sem flestir voru numdir á brott. Hátt í 400 Íslendingar voru brottnumdir sem þrælar til Sale í Marokkó og Algeirsborgar í Alsír og hátt í 50 drepnir eða limlestir í Tyrkjaráninu. 

Í þingsályktunartillögu hópsins var lagt til að reistur yrði minnisvarði um þennan atburð sem ætti að afhjúpað 16. júlí á næsta ári að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, það er, Danmerkur, Hollands, Alsír og Marokkó auk fleiri landa.

Í greinagerð þingmanna kom einnig fram að rætt hefði verið við Íslenska erfðagreiningu og þar á bæ hefði verið tekið vel í tillöguna um að leita að afkomendum Tyrkjaránsins. Kostnaður vegna þessa áttu að vera 40 milljónir króna, ofan á 20 milljónir sem átti að veita í fræðslusjóð þessu tengdu.

Íslendingar eru fróðleiksfús þjóð og spurði fræðimannasamfélagið hvernig í pottinn væri búið. Svarið, sem Már Jónsson prófessor í sagnfræði ritaði, var í einföldu máli eftirfarandi: 

Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin.

 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HG
    Hildur Gunnlaugsdóttir skrifaði
    "Afkomendur Tyrkjaránsins" - ekki er öll vitleysan eins. Er enginn að lesa yfir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
6
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár