Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Eldgos og afkomendur Tyrkjaránsins vinsælast á Vísindavefnum

Eld­gos, stjórn­mál, lána­mál og Tyrkjarán­ið var það sem Ís­lend­ing­ar voru hvað for­vitn­ast­ir um í ár. Vís­inda­vef­ur­inn tók sam­an helstu svör­in sem þjóð­in leit­aði að.

Eldgos og afkomendur Tyrkjaránsins vinsælast á Vísindavefnum
Vísindavefurinn tilheyrir Háskóla Íslands og svarar spurningum almennings með upplýsingu að leiðarljósi.

Vísindavefurinn hefur tekið saman það efni sem var vinsælast á vefnum í ár og kennir þar ýmissa grasa. Helst voru það eldgosin sem vöktu áhuga almennings og fékk fólk til þess að leita sér frekari upplýsinga. Þannig var svar þeirra Magnúsar Tuma Guðmundssonar og Jóns Gunnars Þorsteinssonar vinsælast: Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?

Næstvinsælast voru stjórnmálin. Sérstaklega hugtakið starfsstjórn og hvaða reglur gilda um hana. Svarið ritaði Hafstein Þór Hauksson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands.

Vestmannaeyjar og Grindavík

Þá voru Vestmannaeyjar Íslendingum ofarlega í huga og tengjast augljóslega hamförunum í Grindavík. Þriðja mest lesna efnið á Vísindavefnum er spurningin: Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos á meðan Grindavík er nú varanlega ótraust. Svarið skrifaði Páll Einarsson. Það var stutt og í þremur liðum. Annar liðurinn svarar þó spurningunni nokkuð vel. 

„Flest bendir til að við séum enn í miðjum atburði í Grindavík. Kvikusöfnunin undir Svartsengi hefur þegar leitt til þriggja alvarlegra atburða (tvö gos, eitt gangainnskot án goss), og er enn í fullum gangi,“ skrifaði Páll.

Lánamál ofarlega í huga margra

Þá veltu margir fyrir sér lánamálum. Gylfi Magnússon, prófessor við HÍ, svaraði þannig almenningi um það hvor yrði fyrri til að greiða upp jafnhá lán á sömu vöxtum; sá sem tekur verðtryggt lán, eða sá sem tekur óverðtryggt lán? Svarið er nokkuð fyrirsjáanlegt; þeir eru jafnlengi að því að sögn prófessorsins. En auðvitað er það ekki svo einfalt.

Hvar eru börn Tyrkjanna?

Svo virðist sem þingmál hafi rekið fjölmarga til þess að fletta upp fróðleik um Tyrkjaránið. Fimmta vinsælasta efnið á Vísindavefnum er spurningin: Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?

Það var í febrúar sem þau Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason lögðu til að Íslenskri erfðagreiningu yrði falið að gera rannsókn á ummerkjum Tyrkjaránsins í erfðamengi Íslendinga á Íslandi. En einnig blandaðra afkomenda Íslendinga í Alsír.

Íslensk erfðagreining fengin í málið

Eins og þekkt er átti Tyrkjaránið sér stað sumarið 1627, fyrir um 400 árum síðan, þegar ræningjaskip komu að Íslandi frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru annars vegar frá Marokkó og hins vegar frá Alsír og komu að í Grindavík, á Austfjörðum og loks í Vestmannaeyjum þaðan sem flestir voru numdir á brott. Hátt í 400 Íslendingar voru brottnumdir sem þrælar til Sale í Marokkó og Algeirsborgar í Alsír og hátt í 50 drepnir eða limlestir í Tyrkjaráninu. 

Í þingsályktunartillögu hópsins var lagt til að reistur yrði minnisvarði um þennan atburð sem ætti að afhjúpað 16. júlí á næsta ári að viðstöddum fulltrúum þjóðþinga þeirra landa sem helst komu við sögu, það er, Danmerkur, Hollands, Alsír og Marokkó auk fleiri landa.

Í greinagerð þingmanna kom einnig fram að rætt hefði verið við Íslenska erfðagreiningu og þar á bæ hefði verið tekið vel í tillöguna um að leita að afkomendum Tyrkjaránsins. Kostnaður vegna þessa áttu að vera 40 milljónir króna, ofan á 20 milljónir sem átti að veita í fræðslusjóð þessu tengdu.

Íslendingar eru fróðleiksfús þjóð og spurði fræðimannasamfélagið hvernig í pottinn væri búið. Svarið, sem Már Jónsson prófessor í sagnfræði ritaði, var í einföldu máli eftirfarandi: 

Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin.

 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HG
    Hildur Gunnlaugsdóttir skrifaði
    "Afkomendur Tyrkjaránsins" - ekki er öll vitleysan eins. Er enginn að lesa yfir?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár