Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Hvar er hæft í Napóleons-skjölum Arnaldar Indriðasonar?

Í bíó­mynd­inni sem gerð var eft­ir sögu Arn­ald­ar er út­gangspunkt­ur­inn tvær líf­seig­ar þjóð­sög­ur frá lok­um síð­ari heims­styrj­ald­ar. En eiga þjóð­sög­urn­ar við rök að styðj­ast?

Hvar er hæft í Napóleons-skjölum Arnaldar Indriðasonar?
Auglýsingaplakat fyrir Napóleons-skjölin. Margir erlendir leikarar fara með hlutverk í myndinni en stærstu hlutverk Íslendinga leika Vivian Ólafsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson sem hér sjást ásamt skoska leikaranum Iain Glen.

Á jóladag sýndi sjónvarpið kvikmyndina Napóleonsskjölin sem Óskar Þór Axelsson gerði í fyrra (2023) eftir einni af fyrstu glæpasögum Arnaldar Indriðasonar. Væntanlega hafa allir sem áhuga hafa á myndinni nú þegar séð hana, ýmist í bíó eða sjónvarpinu, en eigi einhver það eftir, þá er þeim hinum sömu hollast að lesa ekki lengra, þar eð í pistlinum hér á eftir verður óhikað fjallað um efni myndarinnar og útgangspunkt.

Þá skal líka tekið fram að þótt handrit myndinnar, sem Marteinn Þórisson skrifaði líklega að mestu þótt Arnaldur sjálfur sé líka skrifaður fyrir því, þótt það fylgi í stórum dráttum efni bókarinnar, þá hefur ýmsu verið breytt og til dæmis sjálfri lokaniðurstöðunni, ef ég man rétt frá bókinni.

Hér verður hins vegar aðeins fjallað um kvikmyndina, ekki skáldsöguna — og nú eru allra síðustu forvöð fyrir þau, sem ætla sér að horfa á myndina og vilja ekki láta skemma fyrir sér, að hætta að lesa!

Í mynd Óskars Þórs hafa þungvopnaðir menn mikinn áhuga á gömlum minjum frá síðari heimsstyrjöld.

Myndin hefst á því að við sjáum þýska flugvél fljúga inn yfir Íslandsstrendur um það leyti sem síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka í apríl 1945. Vélin lendir í illviðri og hrapar á Vatnajökli.

Áhorfendum skilst að þegar hafi snjóað yfir flakið og það horfið gersamlega.

Mörgum áratugum síðar kemur flakið í ljós og spinnst af því mikil og vægast sagt æsileg atburðarás.

Útgangspunkturinn reynist vera sá að flugvélin hafi verið í mjög leynilegum leiðangri frá æðstu mönnum Hitlersstjórnarinnar í Þýskalandi, raunar Hitler sjálfum. Svo er að skilja að Hitler hafi þá samið við bandaríska leyniþjónustumenn um að þeir hjálpuðu til við að smygla honum úr rústum Þriðja ríkisins og til Suður-Ameríku þar sem hann fengi svo að lifa í leyni en óáreittur til æviloka ásamt hundinum Blondie og heitkonu sinni Evu Braun.

Í staðinn áttu leyniþjónustumennirnir amerísku að fá upplýsingar um hvar nasistar hefðu falið heila járnbrautarlest troðfulla af gulli, gimsteinum og ómetanlegum listaverkum.

Mesta fjársjóð allra tíma, sem sagt.

Þýfi sem nasistar hefðu stolið frá herteknu löndunum í heimsstyrjöldinni og alveg sérstaklega frá Gyðingum.

En vegna þess að flugvélin sem flutti sendiboða Hitlers til Bandaríkjamanna fórst á Vatnajökli, þá fer öll þessi áætlun út um þúfur — í bíómyndinni.

Nú er það svo að Arnaldur Indriðason og Óskar Þór Axelsson eru langt í frá fyrstu mennirnir sem gera sér mat úr því í spennuskyni að Hitler hafi komist lífs frá hruni Þýskalands í seinni heimsstyrjöld. Það hefði vissulega verið dramatískur atburður í meira lagi. Gallinn er sá að þrátt fyrir ótal sögusagnir um að Hitler hafi sloppið frá Þýskalandi eru ekki bara engar líkur á því að það hefði tekist, heldur eru jafnframt engar líkur á því að foringinn hefði haft minnsta áhuga á að reyna flótta.

Um ástæður þess hef ég áður skrifað og er þá flækjusögu hér að finna.

En hvað þá með söguna um fjársjóðslestina sem Hitler bíómyndarinnar hyggst nota til að kaupa sér líf af Bandaríkjamönnum?

Jú, sú lest var vissulega til — eða réttara sagt, og það skiptir öllu máli, sagan um hana er vissulega til.

Hún er í stuttu máli á þessa leið:

Þegar háttsettir nasistaforingjar áttuðu sig á að stríðið var tapað hlóðu þeir firna miklum stolnum gersemum af ýmsu tagi upp í heila járnbrautarlest sem síðan var ekið niður í neðanjarðargöng í Súdetafjöllum milli Póllands og Tékklands.

Í Wałbrzych voru vissulega heilmikil neðanjarðargöng, enda voru þrælkunarbúðir þýskra nasista í bænum.Yfirvöld í bænum hafa komið eftirlíkingu á „Wałbrzych-lestinni“ fyrir í göngunum til að lokka að ferðamenn.

Þar er bær sem Þjóðverjar kölluðu Waldenburg en Pólverjar Wałbrzych og því hefur lestin síðan verið kölluð Wałbrzych-lestin. 

Göngunum var lokað og svo var ætlun nasistaforingjanna að þegar um hægðist eftir lok stríðsins þá gætu þeir laumast til að ná í fjársjóð sinn og svo lifað eins og blómi í eggi til friðsælla æviloka.

En er sagan sönn?

Hún komst reyndar fljótlega á kreik er stríðinu lauk. Og vissulega var það svo að nasistar höfðu rænt gríðarlegum auðæfum bæði frá Gyðingum og öðrum fórnarlömbum sínum og stórir hlutar þess þýfis eru enn týndir. Því þótti sagan um Wałbrzych-lestina alls ekki ósennileg og leitin að lestinni hefur staðið yfir — með hléum — allt frá stríðslokum og nánast fram á þennan dag.

Rauði depillinn sýnir Wałbrzych.

Ekkert hefur þó fundist, hvorki í Wałbrzych né annars staðar, og niðurstaða sagnfræðinga er sú að ekkert sé hæft í sögunni. Lestin sé sannkölluð draugalest sem hafi aldrei verið til.

Enda hefur sem sé aldrei fundist af henni tangur né tetur.

Hins vegar er gefið í skyn í lok bíómyndar Óskars Þórs eftir sögu Arnaldar að von sé á framhaldsmynd sem muni snúast um leit aðalsöguhetjanna að lestinni.

Og verði sú framhaldsmynd gerð, þá er verulegar líkur á að niðurstaða handritshöfunda verði önnur og þau Vivian Ólafsdóttir, Ólafur Darri og félagar muni finna Wałbrzych-lestina!

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Flest gyðingagull sem nasistar rændu liggur líklegast ennþá í svíssneskjum bankahvelfingum. En sú saga er auðvitað síður spennandi.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár