Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar verður kynnt í Hafnarfirði klukkan 13:00 á morgun, laugardag. Þá verður ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar haldinn klukkan hálf fimm sama dag.
Þetta kemur fram í tilkynningum bæði frá Samfylkingunni og embætti forseta Íslands.
Formenn Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar munu kynna áherslur nýrrar ríkisstjórnar í Hafnarfirði á morgun auk þess sem greint verður frá skipan ráðherra.
Klukkan þrjú mun fráfarandi ríkisstjórn funda í síðasta skiptið á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Eftir þann fund kemur ný ríkisstjórn saman og fundar, eins og fram hefur komið.
Gert er ráð fyrir að lyklaskipti ráðherra fari fram á sunnudag.
Athugasemdir