Frumherjar – Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900
Söguleg verk um byggingararf okkar eru fátíð. Opinber umræða um húsakost og híbýli er vanþroskuð, þótt hún taki sér pláss í fjölmiðlum með það að markmiði að hylla húseignir til kaups, tigni ráðandi tísku í vali á innréttingum og húsmunum, oft í bland við smjaður dagskrárgerðar- og blaðamanna fyrir auðugu fólki sem opnar dyr sínar fyrir umfjöllun: sjá Smartland og Sindra: sjáðu mig í ríkidæmi mínu.
Bygging bókar
Björn Georg Björnsson, hönnuður og óbilandi áhugamaður um bygginga- og menningarsögu, sendir nú frá sér þriðju bók sína um húsameistara, starfsheiti sem frá 1939 umbreyttist í arkitekt. Bækur hans um Rögnvald Ólafsson og Einar Erlendsson voru fyrstu yfirlitsrit um störf þeirra og nú bætist þriðja bókin við um tíu karla sem voru starfandi á fyrri hluta síðustu aldar. Líkt og í fyrri bókum velur Björn sér fast form í stærð og umbroti: inngang í æviágripi og starfsferli, síðan skoðar hann valdar byggingar …
Athugasemdir