Dópamínríkið – Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar
Ég held að þessi bók eigi mikið erindi við okkur, hún á a.m.k. erindi við mig. Við búum í heimi ofgnóttar þar sem áherslan á tafarlausan ávinning (e: instant gratification, mætti jafnvel þýða sem stundargleði) er orðin nánast allsráðandi og því fylgja vandamál sem við erum farin að sjá í áður óþekktum stærðargráðum. Fíkn, tómhyggja, einangrun, depurð og tilgangsleysi. Þetta eru allt stef sem eru okkur kunnugleg en við köfum sjaldnast dýpra í þau en að viðurkenna tilvist þeirra og taka undir að þetta séu slæmir fylgifiskar nútímans og lítum svo í aðra átt.
Höfundur Dópamínríkisins, Anna Lembke, er geðlæknir sem leiðir geðlækningadeild Stanford-háskólans í Kaliforníu. Hún hefur áratuga reynslu af sjálfstæðri ráðgjöf auk kennslu og fræðistarfa innan háskólasamfélagsins. Dópamínríkið er innblásin af eigin fíknihegðun hennar (hún varð háð rauðum ástarsögum um árabil) og hún fer með okkur í ferðalag um dópamínnýlendur nútímans.
„Við póstum til að fá „læk“, við …
Athugasemdir