Fjárhagsstaða Samfylkingarinnar mun taka stakkaskiptum í byrjun næsta árs, þegar flokkurinn fær um 134 milljóna króna úthlutun úr ríkissjóði. Árangur þeirra í nýafstöðnum kosningum tryggir þessa miklu fjárveitingu, sem er 60 milljónum krónum hærri en sú síðasta sem Samfylking fékk við útdeilingu ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka.
Aðrir flokkar sem bættu við sig í kosningunum koma líka til með að finna fyrir bankareikningum sínum bólgna á meðan þeir sem fengu slæma útreið þurfa líklega að grípa til aðgerða. Þannig nýtur Framsóknarflokkurinn um 65 milljónum króna lægri styrkja nú á nýju ári en flokkurinn hefur gert undanfarin fjögur ár.
Ekki er enn hægt að glöggva sig á fjárhagslegri stöðu þessara tveggja flokka þar sem Ríkisendurskoðun er enn að rýna í ársreikninga þeirra. Það er ekki fyrr en eftir að þeirri rýni lýkur sem þeir eru birtir opinberlega. Framsókn skilaði sínum reikningi síðastliðinn miðvikudag en Samfylking skilaði 25. nóvember.
Straumlínulöguð vinstrihreyfing
Staða …
Athugasemdir