Kosningar settu fjárhag flokkanna upp í loft

Tug­millj­óna mun­ur er á fjár­fram­lög­um til ein­staka flokka á milli ára sem tek­ur mið af gengi þeirra í ný­af­stöðn­um al­þing­is­kosn­ing­um. Sex­tíu millj­óna sveifl­ur, bæði til og frá, eru hjá þeim sem unnu stærst eða töp­uðu mestu.

Kosningar settu fjárhag flokkanna upp í loft
Björt framtíð Fjárhagur flokkanna þriggja sem nú standa í stjórnarmyndun er bjartur, enda fá flokkarnir tugum milljóna hærra framlag úr ríkissjóði en þeir gerðu í ár. Á myndinni eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Mynd: Golli

Fjárhagsstaða Samfylkingarinnar mun taka stakkaskiptum í byrjun næsta árs, þegar flokkurinn fær um 134 milljóna króna úthlutun úr ríkissjóði. Árangur þeirra í nýafstöðnum kosningum tryggir þessa miklu fjárveitingu, sem er 60 milljónum krónum hærri en sú síðasta sem Samfylking fékk við útdeilingu ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka.

Aðrir flokkar sem bættu við sig í kosningunum koma líka til með að finna fyrir bankareikningum sínum bólgna á meðan þeir sem fengu slæma útreið þurfa líklega að grípa til aðgerða. Þannig nýtur Framsóknarflokkurinn um 65 milljónum króna lægri styrkja nú á nýju ári en flokkurinn hefur gert undanfarin fjögur ár. 

Ekki er enn hægt að glöggva sig á fjárhagslegri stöðu þessara tveggja flokka þar sem Ríkisendurskoðun er enn að rýna í ársreikninga þeirra. Það er ekki fyrr en eftir að þeirri rýni lýkur sem þeir eru birtir opinberlega. Framsókn skilaði sínum reikningi síðastliðinn miðvikudag en Samfylking skilaði 25. nóvember. 

Straumlínulöguð vinstrihreyfing

Staða …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár