Textaverk eða veggspjöld úr smiðju íslenskra tónlistarmanna hafa orðið æ algengari skreytingar á heimilum landsmanna undanfarin ár. Jafnvel má tala um að þetta sé nýtt menningarfyrirbrigði, að fólk skreyti veggina heima hjá sér með innrömmuðum plakötum með prentuðum orðum úr dægurlögum, sem kannski standa hjartanu nærri.
Ljóst er að þetta getur verið nokkuð ábatasamt fyrir vinsæla tónlistarmenn, sem hafa mátt þola samdrátt á tekjum sínum á þessari öld, enda tekjur af streymi tónlistar á veitum á borð við Spotify ekki nærri því að koma í stað þeirra tekna sem áður fengust fyrir sölu á plötum og geisladiskum. Það hafa því fleiri og fleiri tónlistarmenn bæst á textaverkavagninn, eftir að ljóst hefur orðið að íslenskir neytendur eru meira en til í að kaupa verk af þessu tagi.
Almúgalist Prins Póló
Ef til vill má segja að Svavar Pétur Eysteinsson heitinn hafi verið frumkvöðull í textaverkum tónlistarmanna hérlendis, en veggspjöld úr hans …
Athugasemdir (1)