Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Bjarni leyfir hvalveiðar næstu fimm árin

Bjarni Bene­dikts­son mat­væla­ráð­herra hef­ur gef­ið út hval­veiði­leyfi til tveggja fyr­ir­tækja. Leyf­in gilda næstu fimm ár­in. Þrír af fjór­um flokk­um sem stóðu að frum­varpi um hval­veiði­bann eiga nú í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Bjarni leyfir hvalveiðar næstu fimm árin
Kálfur Hér sést um 4 metra langur kálfur sem var skorinn úr kviði langreyðar sem dregin var á land í hvalstöðinni í Hvalfirðisumarið 2023. Mynd: Arne Feuerhahn/Hard to Port

Bjarni Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, hefur gefið út leyfi til veiða á hövlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Leyfin eru tvö; annað til veiða á langreyðum og hitt til veiða á hrefnum. Það er Hvalur hf., félag undir stjórn Kristjáns Loftssonar, sem fær leyfi til að veiði langreyðar og Tjaldtangi ehf, sem gerir út Halldór Sigurðsson ÍS, fær leyfið til að veiða hrefnur.

Tvær aðrar umsóknir bárust til hrefnuveiða en svo virðist sem þeim hafi verið hafnað. 

Hvalveiðar hafa lengi vel verið afar umdeildar og komst umræða um þær í hámæli nýverið þegar leyniupptökur af syni og viðskiptafélaga Jóns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, komu fram í dagsljósið. Heimildin fjallaði ítarlega um málið þann 11. nóvember síðastliðinn.

Þar fullyrti hann að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það yrði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. 

Það leyfi hefur nú verið veitt.

Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, bannaði hvalveiðar tímabundið í fyrrasumar. Síðar varð það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að ákvörðun hennar stæðist ekki lög.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna, sat í matvælaráðuneytinu þegar ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Hún neitaði, líkt og aðrir ráðherrar flokksins, að sitja áfram í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í stað þess að skipa nýja ráðherra í starfsstjórnina var verkefnum dreift á milli annarra ráðherra. Það kom í hlut Bjarna að taka að sér ráðherraembætti í matvælaráðuneytinu.

Þrátt fyrir að búið sé að kjósa nýtt þing er ekki enn búið að mynda ríkisstjórn. Starfsstjórnin, með Bjarna innanborðs, er því enn við völd. 

Bjarni Benediktssoner bæði forsætisráðherra og matvælaráðherra. Á undan honum sat Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í ráðuneytinu en hún hætti þar þegar Vinstri græn neituðu að taka þátt í starfsstjórn eftir að Bjarni sleit ríkisstjórninni.

Flokkar í stjórnarmyndun studdu hvalveiðibann 

Mikið hefur verið tekist á um málið á Alþingi en Andrés Ingi Jónsson, fráfarandi þingmaður Pírata, lagði fram frumvarp um bann við hvalveiðum síðasta haust. Þingmenn úr Flokki fólksins, Samfylkingu og Viðreisn lögðu frumvarpið fram með Andrési Inga. Þessir þrír flokkar eiga nú í viðræðum um nýja ríkisstjórn.

Með því að leyfa hvalveiðar til fimm ára, eins og gert var árin 2009, 2014 og 2019, segir matvælaráðuneytið að nokkur fyrirsjáanleiki í atvinnugreininni sé tryggður. 

Leyfin framlengjast árlega um eitt ár og heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár. Fiskistofa og Matvælastofnun munu sem fyrr hafa eftirlit með veiðunum.

Í tilkynningu matvælaráðuneytisins kemur fram að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið á þá leið að árlegar veiðar hrefnu til ársins 2025 nemi ekki meira en 217 dýrum.

Árið 2018 voru sex hrefnur veiddar við Ísland og árið 2021 var ein hrefna veidd. Engar langreyðar hafa verið veiddar á árinu 2024, árið 2022 voru 148 dýr veidd eftir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr voru veidd árið 2023.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Það sem virðist vanta er hvaða yfirlýsing sem er um heilsu hvalastofnanna. Ef það er ákveðið pólitískt þá mun ofveiði óhjákvæmilega leiða til.
    0
  • Sigurður Guðjónsson skrifaði
    Nú reynir á forsetann okkar
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár