Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hvað eiga skólarnir að heita?

Finna þarf nöfn á tvo skóla í Kópa­vogi. Ann­ar þeirra heit­ir í dag Kárs­nesskóli en skipu­lagi hans verð­ur breytt næsta haust og því nýtt nafn mögu­lega í kort­un­um.

Hvað eiga skólarnir að heita?
Nýr skóli Í nýjum skóla við Skólabraut á Kársnesi verða börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Mynd: Tölvuteikning

Breytingar verða á skólastarfi í Kársnesi í Kópavogi næsta haust er nýr samrekinn leik- og grunnskóli tekur til starfa. Sá er við götuna Skólagerði. Í honum verða börn á leikskólaaldri og upp í 4. bekk grunnskóla. Í húsnæði Kársnesskóla við götuna Vallagerði verða nemendur í 5.–10. bekk.

Á síðasta fundi menntaráðs Kópavogsbæjar var útfærsla vals á nöfnum á skólana tvo rædd og tillaga að ferli til valsins samþykkt. Í bréfi frá deildarstjóra grunnskóladeildar Kópavogs er bent á að vissulega þurfi að finna nafn á nýjan skóla við Skólagerði en ekki sé einboðið að skólinn við Vallagerði, sem hingað til hefur heitið Kársnesskóli, haldi því nafni.

Lagði deildarstjórinn til að 4.–9. desember yrði hugmyndasamkeppni þar sem nemendur, starfsfólk og íbúar gætu lagt fram hugmyndir að nöfnum á skólana. Að því loknu velji skólaráð Kársnesskóla 3–5 tillögur fyrir hvorn skóla. Þá taki við rafræn kosning. Niðurstöður hennar verða bindandi.

Ferli þetta var samþykkt á fundi menntaráðsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár