Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, var í morgun dæmd sek fyrir sinn þátt í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans sumarið 2021. Steinu er þó ekki gerð nein refsing. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.
Dómurinn var kveðinn upp í morgun og er Steinu gert að greiða dánarbúi Guðrúnar Sigurðardóttur um 2,7 milljónir króna auk vaxta. Refsingu Steinu er frestað í tvö ár og fellur niður haldi hún almennt skilorð.
Steina var sýknuð í fyrstu málsmeðferð en Landsréttur lagði það fyrir héraðsdóm að rétta aftur í málinu þar sem dómurinn taldi að það hefði ekki reynt á fleiri lagaákvæði þegar kom að verknaðinum.
Steina neyddi tvo næringardrykki ofan í konunnar sem varð til þess að hún lést.
Dómur hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.
Athugasemdir