Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Dæmd fyrir að bana sjúklingi sínum

Steina Árna­dótt­ir hef­ur ver­ið dæmd fyr­ir að bana sjúk­lingi sín­um.

Dæmd fyrir að bana sjúklingi sínum
Steina Árnadóttir hefur þurft að sækja sér aðstoð vegna geðrænna veikinda eftir atvikið.

Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, var í morgun dæmd sek fyrir sinn þátt í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans sumarið 2021. Steinu er þó ekki gerð nein refsing. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Dómurinn var kveðinn upp í morgun og er Steinu gert að greiða dánarbúi Guðrúnar Sigurðardóttur um 2,7 milljónir króna auk vaxta. Refsingu Steinu er frestað í tvö ár og fellur niður haldi hún almennt skilorð.

Steina var sýknuð í fyrstu málsmeðferð en Landsréttur lagði það fyrir héraðsdóm að rétta aftur í málinu þar sem dómurinn taldi að það hefði ekki reynt á fleiri lagaákvæði þegar kom að verknaðinum.

Steina neyddi tvo næringardrykki ofan í konunnar sem varð til þess að hún lést.

Dómur hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár