Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sigmundur Davíð og Bjarni tókust í hendur

„Ég hef sam­ið við flokka sem voru mun minni held­ur en við í slík­um að­stæð­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son áð­ur en þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son tók­ust í hend­ur og sam­mælt­ust um að berj­ast gegn að­ild­ar­við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið.

Sigmundur Davíð og Bjarni tókust í hendur

Leiðtogar stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis mættust í sjónvarpssal í nótt, þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hallaði sér upp að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og tók í hönd hans í umræðum um komandi stjórnarmyndunarviðræður. 

„Þetta símaver ykkar, það virkar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og beindi orðum sínum að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benedikssyni, í leiðtogaumræðunum. Sagði Sigmundur Davíð að megintíðindi kosninganna væri þau að annars vegar væru flokkar að auka fylgi sitt talsvert og „svo er sviðin jörð hinum megin. Þetta eru ótrúlegar breytingar á íslenskri pólitík.“

Sjálfur væri hann bjartsýnn á að ná inn átta eða níu þingmönnum áður en nóttin væri úti. „Það verða þingmenn sem munu hafa gríðarlega áhrif á stjórnmálaumræðu á næstu árum,“ sagði hann. Hann hefði auðvitað viljað fá þrjátíu prósenta fylgi, sagði hann á léttu nótunum. „Ég væri ótrúlega svekktur ef við næðum bara þessum sjö.“ Bætti hann því við að ef bjartsýnisspá hans rættist væri um að ræða fjórföldun á þingmannafjölda frá því sem verið hefur á kjörtímabilinu. „Miðað við það sem tveir þingmenn geta gert geta menn rétt ímyndað sér hvað átta geta gert.“ 

Aðspurður um stjórnarmyndunarviðræður sagðist hann ekki hafa leyft sér að velta því fyrir sér. „Miðað við þetta hef ég samt smá áhyggjur af því að við fáum ESB-stjórnina. Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.“  

Er Sjálfstæðisflokkurinn Evrópuflokkur?skaut Inga Sæland þá inn í og Sigmundur svaraði að bragði: „Hann er til í eitt og annað. Hann hefur aðlögunarhæfni.“

Þegar Bjarni fékk næst orðið tók hann fram að framundan gæti verið nokkuð snúið verkefni. Sjálfur hefði hann fjórum sinnum komið að stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef samið við flokka sem voru mun minni heldur en við í slíkum aðstæðum.“

„Við munum bara eins og alltaf leggja áherslu á þau mál sem við lofuðum okkar fólki að tala fyrir. Þar með talið að halda okkur utan ESB,“ sagði Bjarni, hallaði hann sér upp að sessunauti sínum, Sigmundi Davíð, klappaði honum á öxlina og þeir hlógu saman. 

„Ertu alveg ákveðinn?“ spurði Sigmundur Davíð og þeir tókust í hendur. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða í nótt: 

https://heimildin.is/kosningar/urslit/althingiskosningar-2024/

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár