Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Sigmundur Davíð og Bjarni tókust í hendur

„Ég hef sam­ið við flokka sem voru mun minni held­ur en við í slík­um að­stæð­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son áð­ur en þeir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son tók­ust í hend­ur og sam­mælt­ust um að berj­ast gegn að­ild­ar­við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið.

Sigmundur Davíð og Bjarni tókust í hendur

Leiðtogar stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis mættust í sjónvarpssal í nótt, þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hallaði sér upp að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og tók í hönd hans í umræðum um komandi stjórnarmyndunarviðræður. 

„Þetta símaver ykkar, það virkar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og beindi orðum sínum að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benedikssyni, í leiðtogaumræðunum. Sagði Sigmundur Davíð að megintíðindi kosninganna væri þau að annars vegar væru flokkar að auka fylgi sitt talsvert og „svo er sviðin jörð hinum megin. Þetta eru ótrúlegar breytingar á íslenskri pólitík.“

Sjálfur væri hann bjartsýnn á að ná inn átta eða níu þingmönnum áður en nóttin væri úti. „Það verða þingmenn sem munu hafa gríðarlega áhrif á stjórnmálaumræðu á næstu árum,“ sagði hann. Hann hefði auðvitað viljað fá þrjátíu prósenta fylgi, sagði hann á léttu nótunum. „Ég væri ótrúlega svekktur ef við næðum bara þessum sjö.“ Bætti hann því við að ef bjartsýnisspá hans rættist væri um að ræða fjórföldun á þingmannafjölda frá því sem verið hefur á kjörtímabilinu. „Miðað við það sem tveir þingmenn geta gert geta menn rétt ímyndað sér hvað átta geta gert.“ 

Aðspurður um stjórnarmyndunarviðræður sagðist hann ekki hafa leyft sér að velta því fyrir sér. „Miðað við þetta hef ég samt smá áhyggjur af því að við fáum ESB-stjórnina. Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.“  

Er Sjálfstæðisflokkurinn Evrópuflokkur?skaut Inga Sæland þá inn í og Sigmundur svaraði að bragði: „Hann er til í eitt og annað. Hann hefur aðlögunarhæfni.“

Þegar Bjarni fékk næst orðið tók hann fram að framundan gæti verið nokkuð snúið verkefni. Sjálfur hefði hann fjórum sinnum komið að stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég hef samið við flokka sem voru mun minni heldur en við í slíkum aðstæðum.“

„Við munum bara eins og alltaf leggja áherslu á þau mál sem við lofuðum okkar fólki að tala fyrir. Þar með talið að halda okkur utan ESB,“ sagði Bjarni, hallaði hann sér upp að sessunauti sínum, Sigmundi Davíð, klappaði honum á öxlina og þeir hlógu saman. 

„Ertu alveg ákveðinn?“ spurði Sigmundur Davíð og þeir tókust í hendur. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða í nótt: 

https://heimildin.is/kosningar/urslit/althingiskosningar-2024/

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu