Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Góð kjör­sókn var í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an bæt­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn við sig þing­manni.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni Benediktsson leiðir lista. Í kjördæmi hans flykktist fólk á kjörstað í dag, en kjörsókn var mun meiri í ár en þegar gengið var til kosninga árið 2021, eða um 62 prósent klukkan átta í kvöld.

Það skilaði sér í því að í Suðvesturkjördæmi bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig þingmanni og nær 28,6 prósenta fylgi í kjördæminu samkvæmt fyrstu tölum þaðan. 

Staða Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið sterk í kjördæminu, ekki síst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn til að mynda flest atkvæða þar, eða 30,2 prósent, og fjóra þingmenn af þrettán.

Þau Bjarni, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason tóku þá sæti á þingi, en talsverðar breytingar urðu á efstu sætum á listanum nú í haust.

Athygli vakti þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sætið í kjördæminu og skoraði þar með Jón Gunnarsson á hólm. Hún skipar annað sætið, Bryndís það þriðja og Rósa Guðbjartsdóttir er í fjórða sæti á listanum. Í fimmta sæti situr hins vegar Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 

Á eftir Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi kemur Samfylkingin, með 22,2 prósenta fylgi. Því næst kemur Viðreisn með 14,3 prósenta fylgi. 

Þetta er staðan eftir fyrstu tölur. Enn á eftir að koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður. 

Á landsvísu leiðir Sjálfstæðisflokkurinn með 22,9 prósenta fylgi, en fast á eftir fylgir Samfylkingin með 21,6 prósenta fylgi, nú þegar 20.640 atkvæði hafa verið talin. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða á vef Heimildarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
2
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár