Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Góð kjör­sókn var í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an bæt­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn við sig þing­manni.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni Benediktsson leiðir lista. Í kjördæmi hans flykktist fólk á kjörstað í dag, en kjörsókn var mun meiri í ár en þegar gengið var til kosninga árið 2021, eða um 62 prósent klukkan átta í kvöld.

Það skilaði sér í því að í Suðvesturkjördæmi bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig þingmanni og nær 28,6 prósenta fylgi í kjördæminu samkvæmt fyrstu tölum þaðan. 

Staða Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið sterk í kjördæminu, ekki síst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn til að mynda flest atkvæða þar, eða 30,2 prósent, og fjóra þingmenn af þrettán.

Þau Bjarni, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason tóku þá sæti á þingi, en talsverðar breytingar urðu á efstu sætum á listanum nú í haust.

Athygli vakti þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sætið í kjördæminu og skoraði þar með Jón Gunnarsson á hólm. Hún skipar annað sætið, Bryndís það þriðja og Rósa Guðbjartsdóttir er í fjórða sæti á listanum. Í fimmta sæti situr hins vegar Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 

Á eftir Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi kemur Samfylkingin, með 22,2 prósenta fylgi. Því næst kemur Viðreisn með 14,3 prósenta fylgi. 

Þetta er staðan eftir fyrstu tölur. Enn á eftir að koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður. 

Á landsvísu leiðir Sjálfstæðisflokkurinn með 22,9 prósenta fylgi, en fast á eftir fylgir Samfylkingin með 21,6 prósenta fylgi, nú þegar 20.640 atkvæði hafa verið talin. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða á vef Heimildarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár