Almennar spurningar:
- Í hvaða sjónvarpsseríu kemur fyrir persónan Siobhan sem yfirleitt er kölluð „Shiv“?
- Í hvaða núverandi ríki fæddist Múhameð spámaður?
- Um hvaða leyti byrjaði fólk að rækta hveiti? Var það fyrir 1,1 milljón árum – 110 þúsund árum – 11 þúsund árum – 1.100 þúsund árum – 110 árum?
- Hvernig er Múmínhúsið á litinn?
- Á milli Víetnams og Mianmar (eða Búrma) í Suðaustur-Asíu er ríki sem heitir ... hvað?
- En milli hvaða tveggja fjarða á Íslandi er Dalatangi? Hafa verður báða rétta.
- Hvaða ár tók John F. Kennedy við forsetabætti í Bandaríkjunum?
- Hver spilaði á bassa í Bítlunum?
- Hvaða rithöfundur kvaddi sér hljóðs árið 1997 með skáldsögunni Synir duftsins?
- Hvaða leiðtogi Verkamannaflokksins á Bretlandi hefur unnið þrennar kosningar í röð?
- Hver var embættistitill æðsta manns Dana á Íslandi áratugina fyrir 1904?
- En hvaða tímabil Íslandssögunnar hófst þá?
- Hvað var kölluð ríkisstjórnin sem var við völd á Íslandi 1959–1971?
- Hvað kallast yfirleitt sú valdaætt sem var allsráðandi á Íslandi um 1800?
- Twilight Sparkle, Rainbow Dash, Pinkie Pie, Rarity, Applejack og Fluttershy eru ... hvað?
--
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Hexía de Trix. Á seinni myndinni er Gunnar Smári Egilsson sem þá starfaði við samlokugerð.
Svör við almennum spurningum:
1. Succession. — 2. Sádi-Arabíu. — 3. 11 þúsund árum. — 4. Blátt. — 5. Laos. — 6. Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. — 7. 1961. — 8. Paul McCartney. — 9. Arnaldur Indriðason. — 10. Tony Blair. — 11. Landshöfðingi. — 12. Heimastjórn. — 13. Viðreisnarstjórnin. — 14. Stefánungar, Stephensenar. — 15. „My little ponies“.
Athugasemdir (3)