Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 6. desember 2024: Hver er þessi fígúra? – og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 6. des­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 6. desember 2024: Hver er þessi fígúra? – og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er þetta?
Seinni mynd:Árið 1984 birtist þessi mynd í Helgarpóstinum af ungum atvinnurekanda í Reykjavík. Hvað heitir hann?

Almennar spurningar:

  1. Í hvaða sjónvarpsseríu kemur fyrir persónan Siobhan sem yfirleitt er kölluð „Shiv“?
  2. Í hvaða núverandi ríki fæddist Múhameð spámaður?
  3. Um hvaða leyti byrjaði fólk að rækta hveiti? Var það fyrir 1,1 milljón árum – 110 þúsund árum – 11 þúsund árum – 1.100 þúsund árum – 110 árum?
  4. Hvernig er Múmínhúsið á litinn?
  5. Á milli Víetnams og Mianmar (eða Búrma) í Suðaustur-Asíu er ríki sem heitir ... hvað?
  6. En milli hvaða tveggja fjarða á Íslandi er Dalatangi? Hafa verður báða rétta.
  7. Hvaða ár tók John F. Kennedy við forsetabætti í Bandaríkjunum?
  8. Hver spilaði á bassa í Bítlunum?
  9. Hvaða rithöfundur kvaddi sér hljóðs árið 1997 með skáldsögunni Synir duftsins?
  10. Hvaða leiðtogi Verkamannaflokksins á Bretlandi hefur unnið þrennar kosningar í röð?
  11. Hver var embættistitill æðsta manns Dana á Íslandi áratugina fyrir 1904?
  12. En hvaða tímabil Íslandssögunnar hófst þá? 
  13. Hvað var kölluð ríkisstjórnin sem var við völd á Íslandi 1959–1971?
  14. Hvað kallast yfirleitt sú valdaætt sem var allsráðandi á Íslandi um 1800?
  15. Twilight Sparkle, Rainbow Dash, Pinkie Pie, Rarity, Applejack og Fluttershy eru ... hvað?

--


Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Hexía de Trix. Á seinni myndinni er Gunnar Smári Egilsson sem þá starfaði við samlokugerð.
Svör við almennum spurningum:
1.  Succession.  —  2.  Sádi-Arabíu.  —  3.  11 þúsund árum.  —  4.  Blátt.  —  5.  Laos.  —  6.  Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar.  —  7.  1961.  —  8.  Paul McCartney.  —  9.  Arnaldur Indriðason.  —  10.  Tony Blair.  —  11.  Landshöfðingi.  —  12.  Heimastjórn. —  13.  Viðreisnarstjórnin.  —  14.  Stefánungar, Stephensenar.  —  15.  „My little ponies“.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
4
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár