Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni

Þó nokk­ur hneyksli hafa hrist upp í kosn­inga­bar­áttu stjórn­mála­flokk­anna. Flest tengj­ast Sam­fylk­ing­unni, og svo virð­ist sem fæst þeirra hafi nokk­ur áhrif á gengi flokk­anna sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um.

Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni
Það hefur gengið á ýmsu í kosningabaráttunni. Og svo virðist sem hneykslin hafi takmörkuð, ef nokkur, áhrif á gengi flokkana að svo komnu.

Þau hafa orðið nokkur áföllin í kosningabaráttu flokkanna, flest sem hafa bitnað á Samfylkingunni. Hæst reis hneyksli Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi næði hann kjöri eftir að gömul bloggskrif voru grafin upp úr undirdjúpum veraldarvefsins. Þá fór myndband af syni Jóns Gunnarssonar í umferð þar sem sonurinn sagði föður sinn ætla að heimila hvalveiðar á ný. Svo virðist sem hann hafi verið blekktur af njósnara í gervi svissnesks auðmanns.

Undarleg skilaboð birtust svo óvænt í íbúahópi á Facebook þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti forvitinn kjósanda til þess að strika Dag B. Eggertsson út af lista og bætti um betur og lýsti yfir óánægju með veru hans á listanum og klykkti út að hann væri lítið annað en aukaleikari í stóra planinu.

Dagur virðist hafa tekið Kristrúnu á orðinu og hvatti síðar alla Sjálfstæðismenn til þess að strika sig út af lista einnig. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins saup hveljur og Morgunblaðið veltir fyrir sér í frétt sem birtist í dag hvort grínið geti hreinlega verið lögbrot.

Þá eru óátalin furðumál eins og þegar Miðflokksmenn voru sakaðir um að haga sér eins og villingar í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og var vísað á dyr. Eða hvað?

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Því fer fjarri að hér sé farið rétt með í mikilvægum atriðum.

    Kristrún fékk tölvupóst frá kjósanda sem sagðist hafa ætlað að kjósa Samfylkinguna en hætt við þegar í ljós kom að Dagur var á lista. Kristrún benti honum þá að þann möguleika að strika Dag út augljóslega í tilraun til koma í veg fyrir að hann hætti við að kjósa flokkinn. Einnig benti hún honum á að Dagur væri ekki ráðherraefni. Hefur hún eflaust haft í huga að oddvitar ættu meira tilkall til ráðherrastóla.

    Ég sé satt að segja ekkert athugavert við þennan gang mála sérstaklega í ljósi þess að hér var um einkaskilaboð að ræða sem Kristrún hefur ekki reiknað með að kæmu fyrir almenningssjónir.

    Hins vegar hef ég enga trú á að viðkomandi hafi nokkurn tímann ætlað að kjósa Samfylkinguna. Allavega er það skrítið að hættta stuðningi við flokk út af einum frambjóðanda sem er ekki oddviti neins kjördæmis sérstaklega þegar um er að ræða borgarfulltrúa sem í mörg ár var valinn vinsælasti borgarfulltrúinn og nú nýlega sá næstvinsælasti.

    Ég held að þetta sé liður í ofsóknum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins á hendur Degi. Þeir kenna Degi um að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni í mörg ár. Áður töldu þeir sig vera sjálfkjörna með meirihluta þar um ókomna framtíð. Sennilega stafa ofsóknirnar af hræðslu við að Dagur eigi eftir að hafa sömu áhrif í landsmálunum og hjá borginni og að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér því ekki viðreisnar von.

    Umfjöllunin um 17-20 ára skrif Þórðar Snæs án þess að geta glæsilegs ferils hans eftir það var heldur ekki trúveðug. Almenningur virðist alls ekki hafa litið á þessi mál sem hneyksli enda er ekki að sjá i skoðanakönnunum að þau hafi haft nein áhrif á fylgið nema síður sé.
    4
  • Steinunn Friðriksdóttir skrifaði
    Vinstri grænir ráða ríkjum á Heimildinni
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stend með þórði Snæ. Greinar hans í Heimildinni voru einstaklega góðar og
    vellesandi.
    5
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Þú virðist nýsloppinn úr skítkastbúðum
    Sjálfstæðisflokksins 🙃😉
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár