Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Viðreisn stærst í nýrri könnun

Við­reisn mæl­ist stærsti flokk­ur­inn í nýrri könn­un Pró­sents og Sam­fylk­ing­in fer und­ir 20 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur mæl­ist minni en Flokk­ur fólks­ins.

Viðreisn stærst í nýrri könnun
Upp og upp Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leiða tvo flokka sem gleðjast líklega yfir niðurstöðum Prósentskönnunarinnar.sem Morgunblaðið birti í dag. Mynd: Golli

Viðreisn mælist stærstir í nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er næst stærsti flokkurinn með 18,3 prósent. Ekki er þó marktækur munur á flokkunum tveimur. Píratar stökkva upp fyrir fimm prósenta markið og mælast með 6,7 prósent í könnuninni. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 11,5 prósent í könnuninni og mælist minni en Flokkur fólksins, sem hefur 12,5 prósent í Prósentkönnuninni. Miðflokkur er einu prósentustigi ofar, með 13,5 prósent. 

Sósíalistar mælast með 6,4 prósent.

Framsóknarflokkurinn mælist undir 5 prósenta markinu og hafa stuðning 4,4 prósent kjósenda. Vinstri græn eru í svipaðri stöðu og í fyrri mælingu með slétt 3 prósent.

Vikmörkin í könnuninni eru mikil, segir í umfjöllun Dagmála um niðurstöðurnar, þar sem þær voru fyrst kynntar. Það er til að mynda ekki marktækur munur á Samfylkingu og Viðreisn, þrátt fyrir að tölurnar sýni 3,7 prósentustiga mun. Framsóknarflokkur er ekki alveg út úr myndinni heldur, þó flokkurinn sé undir 5 prósenta markinu …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár