Viðreisn mælist stærstir í nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er næst stærsti flokkurinn með 18,3 prósent. Ekki er þó marktækur munur á flokkunum tveimur. Píratar stökkva upp fyrir fimm prósenta markið og mælast með 6,7 prósent í könnuninni.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 11,5 prósent í könnuninni og mælist minni en Flokkur fólksins, sem hefur 12,5 prósent í Prósentkönnuninni. Miðflokkur er einu prósentustigi ofar, með 13,5 prósent.
Sósíalistar mælast með 6,4 prósent.
Framsóknarflokkurinn mælist undir 5 prósenta markinu og hafa stuðning 4,4 prósent kjósenda. Vinstri græn eru í svipaðri stöðu og í fyrri mælingu með slétt 3 prósent.
Vikmörkin í könnuninni eru mikil, segir í umfjöllun Dagmála um niðurstöðurnar, þar sem þær voru fyrst kynntar. Það er til að mynda ekki marktækur munur á Samfylkingu og Viðreisn, þrátt fyrir að tölurnar sýni 3,7 prósentustiga mun. Framsóknarflokkur er ekki alveg út úr myndinni heldur, þó flokkurinn sé undir 5 prósenta markinu …
Athugasemdir