Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mættu í Pressu til þess að ræða heilbrigðismál. Málaflokkur sem, samkvæmt skoðanakönnunum, er ofarlega í hugum kjósenda. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi.
Viðmælendurnir sem hafa unnið náið saman undanfarin ár sögðust vera sammála um fleiri mál sem tengjast heilbrigðismálum en mál sem þeim greindi á um.
Til að mynda sögðu þau bæði að uppbygging á nýjum Landsspítala hefði átt að ljúka fyrir mörgum árum síðan og að heilbrigðiskerfið væri þjakað af svokallaðri innviðaskuld allt frá fjármálahruni 2008.
Birtingarmyndir þess vanda megi glöggt sjá í því alvarlega ástandi sem blasir við á bráðamóttöku Landspítalans og fjallað er um í ítarlegri vettvangsrannsókn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.
Áratugalangur aðdragandi
„Það sem er að hjá okkur er innviðaskuld, hvað varðar húsnæði, hvað varðar mannafla, hvað varðar tækni og rafræn kerfi. Kerfið hefur aðeins gefið eftir, við sjáum það í mælingum á ánægju …
kv. af Bráðamóttökunni.