Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mættu í Pressu til þess að ræða stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Bæði sögð­ust sam­mála um fleiri mál en þeim grein­ir á um. Sögðu bæði að hús­næði bráða­mót­tök­un­ar væri sprung­ið og að nýr lands­spít­ali hefði átt að rísa fyr­ir mörg­um ár­um síð­an.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin
Samstarfsmenn í kosningabaráttu Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson ræddu þá alvarlegu stöðu sem blasir við á bráðamóttöku. Bæði leiða lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mættu í Pressu til þess að ræða heilbrigðismál. Málaflokkur sem, samkvæmt skoðanakönnunum, er ofarlega í hugum kjósenda. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi. 

Viðmælendurnir sem hafa unnið náið saman undanfarin ár sögðust vera sammála um fleiri mál sem tengjast heilbrigðismálum en mál sem þeim greindi á um. 

Til að mynda sögðu þau bæði að uppbygging á nýjum Landsspítala hefði átt að ljúka fyrir mörgum árum síðan og að heilbrigðiskerfið væri þjakað af svokallaðri innviðaskuld allt frá fjármálahruni 2008. 

Birtingarmyndir þess vanda megi glöggt sjá í því alvarlega ástandi sem blasir við á bráðamóttöku Landspítalans og fjallað er um í ítarlegri vettvangsrannsókn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Áratugalangur aðdragandi 

„Það sem er að hjá okkur er innviðaskuld, hvað varðar húsnæði, hvað varðar mannafla, hvað varðar tækni og rafræn kerfi. Kerfið hefur aðeins gefið eftir, við sjáum það í mælingum á ánægju …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RA
    Reykjavíkur Akademían skrifaði
    Tek hjartanlega undir með Guðrúnu!
    0
  • GGB
    Guðrún G Björnsdóttir skrifaði
    Það er reyndar kolrangt að Bráðamóttakan (BMT) sé sprungin, vandamálið er að spítalinn er sprunginn vegna þess að fólk kemst ekki á hjúkrunarheimili og val spítalans er að geyma stóran hluta umframinnlagna spítalans á Bráðamóttökunni. Ef engir legusjúklingar væru á BMT væri hún ekki sprungin. Þetta er vandamál sem í rauninni tengist grunnstarfsemi Bráðamóttökunnar afar lítið, henni er bara gert að reka stærstu legudeild spítalans samhliða bráðaþjónustunni.
    kv. af Bráðamóttökunni.
    2
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      Þetta er alveg hreina satt. Og þvílík þjónusta sem þið veitið! nokkuð sem ég veit aðeins of vel frá í sumar.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár