Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mættu í Pressu til þess að ræða stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Bæði sögð­ust sam­mála um fleiri mál en þeim grein­ir á um. Sögðu bæði að hús­næði bráða­mót­tök­un­ar væri sprung­ið og að nýr lands­spít­ali hefði átt að rísa fyr­ir mörg­um ár­um síð­an.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin
Samstarfsmenn í kosningabaráttu Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson ræddu þá alvarlegu stöðu sem blasir við á bráðamóttöku. Bæði leiða lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mættu í Pressu til þess að ræða heilbrigðismál. Málaflokkur sem, samkvæmt skoðanakönnunum, er ofarlega í hugum kjósenda. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi. 

Viðmælendurnir sem hafa unnið náið saman undanfarin ár sögðust vera sammála um fleiri mál sem tengjast heilbrigðismálum en mál sem þeim greindi á um. 

Til að mynda sögðu þau bæði að uppbygging á nýjum Landsspítala hefði átt að ljúka fyrir mörgum árum síðan og að heilbrigðiskerfið væri þjakað af svokallaðri innviðaskuld allt frá fjármálahruni 2008. 

Birtingarmyndir þess vanda megi glöggt sjá í því alvarlega ástandi sem blasir við á bráðamóttöku Landspítalans og fjallað er um í ítarlegri vettvangsrannsókn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Áratugalangur aðdragandi 

„Það sem er að hjá okkur er innviðaskuld, hvað varðar húsnæði, hvað varðar mannafla, hvað varðar tækni og rafræn kerfi. Kerfið hefur aðeins gefið eftir, við sjáum það í mælingum á ánægju …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RA
    Reykjavíkur Akademían skrifaði
    Tek hjartanlega undir með Guðrúnu!
    0
  • GGB
    Guðrún G Björnsdóttir skrifaði
    Það er reyndar kolrangt að Bráðamóttakan (BMT) sé sprungin, vandamálið er að spítalinn er sprunginn vegna þess að fólk kemst ekki á hjúkrunarheimili og val spítalans er að geyma stóran hluta umframinnlagna spítalans á Bráðamóttökunni. Ef engir legusjúklingar væru á BMT væri hún ekki sprungin. Þetta er vandamál sem í rauninni tengist grunnstarfsemi Bráðamóttökunnar afar lítið, henni er bara gert að reka stærstu legudeild spítalans samhliða bráðaþjónustunni.
    kv. af Bráðamóttökunni.
    2
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      Þetta er alveg hreina satt. Og þvílík þjónusta sem þið veitið! nokkuð sem ég veit aðeins of vel frá í sumar.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár