Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin

Alma D. Möller land­lækn­ir og Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra mættu í Pressu til þess að ræða stöðu heil­brigðis­kerf­is­ins. Bæði sögð­ust sam­mála um fleiri mál en þeim grein­ir á um. Sögðu bæði að hús­næði bráða­mót­tök­un­ar væri sprung­ið og að nýr lands­spít­ali hefði átt að rísa fyr­ir mörg­um ár­um síð­an.

Sammála um að bráðamóttakan sé sprungin
Samstarfsmenn í kosningabaráttu Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson ræddu þá alvarlegu stöðu sem blasir við á bráðamóttöku. Bæði leiða lista í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mættu í Pressu til þess að ræða heilbrigðismál. Málaflokkur sem, samkvæmt skoðanakönnunum, er ofarlega í hugum kjósenda. Willum og Alma leiða bæði lista í Suðvesturkjördæmi. 

Viðmælendurnir sem hafa unnið náið saman undanfarin ár sögðust vera sammála um fleiri mál sem tengjast heilbrigðismálum en mál sem þeim greindi á um. 

Til að mynda sögðu þau bæði að uppbygging á nýjum Landsspítala hefði átt að ljúka fyrir mörgum árum síðan og að heilbrigðiskerfið væri þjakað af svokallaðri innviðaskuld allt frá fjármálahruni 2008. 

Birtingarmyndir þess vanda megi glöggt sjá í því alvarlega ástandi sem blasir við á bráðamóttöku Landspítalans og fjallað er um í ítarlegri vettvangsrannsókn Jóhannesar Kr. Kristjánssonar.

Áratugalangur aðdragandi 

„Það sem er að hjá okkur er innviðaskuld, hvað varðar húsnæði, hvað varðar mannafla, hvað varðar tækni og rafræn kerfi. Kerfið hefur aðeins gefið eftir, við sjáum það í mælingum á ánægju …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RA
    Reykjavíkur Akademían skrifaði
    Tek hjartanlega undir með Guðrúnu!
    0
  • GGB
    Guðrún G Björnsdóttir skrifaði
    Það er reyndar kolrangt að Bráðamóttakan (BMT) sé sprungin, vandamálið er að spítalinn er sprunginn vegna þess að fólk kemst ekki á hjúkrunarheimili og val spítalans er að geyma stóran hluta umframinnlagna spítalans á Bráðamóttökunni. Ef engir legusjúklingar væru á BMT væri hún ekki sprungin. Þetta er vandamál sem í rauninni tengist grunnstarfsemi Bráðamóttökunnar afar lítið, henni er bara gert að reka stærstu legudeild spítalans samhliða bráðaþjónustunni.
    kv. af Bráðamóttökunni.
    2
    • HR
      Hildigunnur Rúnarsdóttir skrifaði
      Þetta er alveg hreina satt. Og þvílík þjónusta sem þið veitið! nokkuð sem ég veit aðeins of vel frá í sumar.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár