Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son seg­ir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé stjórn­laus, þar hafi menn gert það sem þeim datt í hug og kom­ist upp með það. „Þannig var það,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir.

Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Sigurður Ingi Jóhannesson segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnlaus og Svandís Svavarsdóttir tekur undir orð hans. Bæði áttu þau sæti í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og síðar Bjarna Benediktssonar, sem tók við forsætisráðuneytinu fyrr á árinu. 

Rætt er við Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, í hlaðvarpsþáttum Framsóknarflokksins, Eldhússpjallinu. Þar skýtur Sigurður Ingi fast á samherja sína í ríkisstjórn og segir að samstarf stjórnarflokkanna á Alþingi hafa verið „mjög lélegt, afleitt“. 

„Á þessu seinna kjörtímabili þá hefur samstarfið niðri á þingi milli stjórnarflokkanna verið mjög lélegt, afleitt. Mjög fljótlega kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var ósáttur við að vera í þessari ríkisstjórn og einstakir þingmenn hans fóru beinlínis í stjórnarandstöðu,“ segir hann meðal annars. Undanfarið eitt og hálft ár hafi staðan versnað. „Í ljós kom, smátt og smátt, og hefur kannski verið bara að raungerast núna í rúmt eitt og hálft ár að það var mjög erfitt að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn því hann var á einhvern hátt stjórnlaus. Menn gerðu bara það sem þeim datt í hug og komust upp með það. Þannig hefur það held ég aldrei verið í sögu Sjálfstæðisflokksins.“ 

Myndskeið af viðtalinu við Sigurð Inga er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Almannatengillinn Andrés Jónsson deilir myndbandinu með þeim orðum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið „óstýriláti flokkurinn í þessari ríkisstjórn, en ekki Vinstri græn.“

Og undir skrifar Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi innviðaráðherra. „Þannig var það.“

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta eru auðvitað staðreyndir málsins og flestum ljósar sem voru áhorfendur á ástandinu. Sjálfstæðisflokkurinn og ráðherrar hans og þingmenn teygðu flest mál út fyrir þann ramma sem fyrirfram hafði verið mótaður og heiðarlegir ráðherrar reyndu að starfa eftir.

    Væntanlega töldu þessir óstjórnhæfu stjórnmálamenn að þeir að gætu reitt sig á stuðning annarra hægri þingmanna í stjórnarandstöðu. Miðflokksmenn, þingmenn í Viðreisn og í Flokki fólksins.

    Þeim tókst að stöðva flest mikilvægustu mál VG með stuðningi annarra hægri þing-manna á þingi og einnig fjölmörg mál Framsóknar. Einnig er þessi flokkur algjörlega undir hælnum á samtökum atvinnurekenda og sérstaklega þeim sem tengjast útgerð og fiskvinnslu. Einnig fjármálafyrirtækjum og fjármálabraskara ásamt landbúnaði.

    Ekki má gleyma boltaiðnaðinum
    8
    • ÁJ
      Ástþór Jóhannsson skrifaði
      Einmitt Kristbjörn - "Boltaiðnaðurinn" þar fer skæður, öflugur og jafnvel afturhaldssamur þrýstihópur með tengingar út í ystu myrkur.
      Gæti staðið í vegi ýmissra þarfra samfélagsbreytinga ef fer svo að Viðreisn leiddi næstu ríkisstjórn.
      0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Æjæææ.........eins og hundur í bandi. Bara sitja og dilla rófunni..............
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár