Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son seg­ir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé stjórn­laus, þar hafi menn gert það sem þeim datt í hug og kom­ist upp með það. „Þannig var það,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir.

Sigurður Ingi lýsir erfiðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn

Sigurður Ingi Jóhannesson segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnlaus og Svandís Svavarsdóttir tekur undir orð hans. Bæði áttu þau sæti í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og síðar Bjarna Benediktssonar, sem tók við forsætisráðuneytinu fyrr á árinu. 

Rætt er við Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, í hlaðvarpsþáttum Framsóknarflokksins, Eldhússpjallinu. Þar skýtur Sigurður Ingi fast á samherja sína í ríkisstjórn og segir að samstarf stjórnarflokkanna á Alþingi hafa verið „mjög lélegt, afleitt“. 

„Á þessu seinna kjörtímabili þá hefur samstarfið niðri á þingi milli stjórnarflokkanna verið mjög lélegt, afleitt. Mjög fljótlega kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var ósáttur við að vera í þessari ríkisstjórn og einstakir þingmenn hans fóru beinlínis í stjórnarandstöðu,“ segir hann meðal annars. Undanfarið eitt og hálft ár hafi staðan versnað. „Í ljós kom, smátt og smátt, og hefur kannski verið bara að raungerast núna í rúmt eitt og hálft ár að það var mjög erfitt að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn því hann var á einhvern hátt stjórnlaus. Menn gerðu bara það sem þeim datt í hug og komust upp með það. Þannig hefur það held ég aldrei verið í sögu Sjálfstæðisflokksins.“ 

Myndskeið af viðtalinu við Sigurð Inga er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Almannatengillinn Andrés Jónsson deilir myndbandinu með þeim orðum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið „óstýriláti flokkurinn í þessari ríkisstjórn, en ekki Vinstri græn.“

Og undir skrifar Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi innviðaráðherra. „Þannig var það.“

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta eru auðvitað staðreyndir málsins og flestum ljósar sem voru áhorfendur á ástandinu. Sjálfstæðisflokkurinn og ráðherrar hans og þingmenn teygðu flest mál út fyrir þann ramma sem fyrirfram hafði verið mótaður og heiðarlegir ráðherrar reyndu að starfa eftir.

    Væntanlega töldu þessir óstjórnhæfu stjórnmálamenn að þeir að gætu reitt sig á stuðning annarra hægri þingmanna í stjórnarandstöðu. Miðflokksmenn, þingmenn í Viðreisn og í Flokki fólksins.

    Þeim tókst að stöðva flest mikilvægustu mál VG með stuðningi annarra hægri þing-manna á þingi og einnig fjölmörg mál Framsóknar. Einnig er þessi flokkur algjörlega undir hælnum á samtökum atvinnurekenda og sérstaklega þeim sem tengjast útgerð og fiskvinnslu. Einnig fjármálafyrirtækjum og fjármálabraskara ásamt landbúnaði.

    Ekki má gleyma boltaiðnaðinum
    8
    • ÁJ
      Ástþór Jóhannsson skrifaði
      Einmitt Kristbjörn - "Boltaiðnaðurinn" þar fer skæður, öflugur og jafnvel afturhaldssamur þrýstihópur með tengingar út í ystu myrkur.
      Gæti staðið í vegi ýmissra þarfra samfélagsbreytinga ef fer svo að Viðreisn leiddi næstu ríkisstjórn.
      0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Æjæææ.........eins og hundur í bandi. Bara sitja og dilla rófunni..............
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár