Sigurður Ingi Jóhannesson segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnlaus og Svandís Svavarsdóttir tekur undir orð hans. Bæði áttu þau sæti í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og síðar Bjarna Benediktssonar, sem tók við forsætisráðuneytinu fyrr á árinu.
Rætt er við Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, í hlaðvarpsþáttum Framsóknarflokksins, Eldhússpjallinu. Þar skýtur Sigurður Ingi fast á samherja sína í ríkisstjórn og segir að samstarf stjórnarflokkanna á Alþingi hafa verið „mjög lélegt, afleitt“.
„Á þessu seinna kjörtímabili þá hefur samstarfið niðri á þingi milli stjórnarflokkanna verið mjög lélegt, afleitt. Mjög fljótlega kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var ósáttur við að vera í þessari ríkisstjórn og einstakir þingmenn hans fóru beinlínis í stjórnarandstöðu,“ segir hann meðal annars. Undanfarið eitt og hálft ár hafi staðan versnað. „Í ljós kom, smátt og smátt, og hefur kannski verið bara að raungerast núna í rúmt eitt og hálft ár að það var mjög erfitt að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn því hann var á einhvern hátt stjórnlaus. Menn gerðu bara það sem þeim datt í hug og komust upp með það. Þannig hefur það held ég aldrei verið í sögu Sjálfstæðisflokksins.“
Myndskeið af viðtalinu við Sigurð Inga er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Almannatengillinn Andrés Jónsson deilir myndbandinu með þeim orðum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið „óstýriláti flokkurinn í þessari ríkisstjórn, en ekki Vinstri græn.“
Og undir skrifar Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og fyrrverandi innviðaráðherra. „Þannig var það.“
Væntanlega töldu þessir óstjórnhæfu stjórnmálamenn að þeir að gætu reitt sig á stuðning annarra hægri þingmanna í stjórnarandstöðu. Miðflokksmenn, þingmenn í Viðreisn og í Flokki fólksins.
Þeim tókst að stöðva flest mikilvægustu mál VG með stuðningi annarra hægri þing-manna á þingi og einnig fjölmörg mál Framsóknar. Einnig er þessi flokkur algjörlega undir hælnum á samtökum atvinnurekenda og sérstaklega þeim sem tengjast útgerð og fiskvinnslu. Einnig fjármálafyrirtækjum og fjármálabraskara ásamt landbúnaði.
Ekki má gleyma boltaiðnaðinum