Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kókómjólk og Óli K.

Rit­höf­und­ur­inn og blaða­mað­ur­inn Sól­veig Jóns­dótt­ir svaml­ar í jóla­bóka­flóð­inu og seg­ir frá því.

Kókómjólk og Óli K.
Bókahátíð Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá.

Leiftursnöggt var sonur minn kominn með tvo sleikjóa, fimm piparkökur í vasann og kókómjólk í sitthvora hönd á Bókahátíð í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Ég ætlaði mér eitthvað að skakka leikinn, en var réttilega bent á að þetta væri hátíð. Eftir það ákvað ég að leyfa honum bara að vera á beit í molum og bókum.

Í barnslegri bjartsýni hafði ég ætlað mér að hlusta á nokkra upplestra og náði örstuttu broti af Nönnu Rögnvaldardóttur sem var að hefja lestur úr bókinni sinni, Þegar sannleikurinn sefur. Við Nanna unnum saman fyrir þónokkrum árum og hún er ein af áhrifamestu lærimæðrum mínum, bæði í matar- og textagerð. Sonur minn togaði mig í burtu áður en upplesturinn hófst en ég náði þó að krækja í orðið „torfbæjarerótík“ sem mér finnst bæði fyndið og eitthvað sem mig langar ekkert sérstaklega til að hugsa mikið um, en bókin er mætt á náttborðið.

Rappið er dáið

Önnur fyrrum samstarfskona, Jóhanna Sveinsdóttir, er mætt með sína fyrstu bók, ungmennabókina Hvíti ásinn. Ég fékk að líta yfir fyrstu drög að þessari sögu um það leyti sem við sátum talsvert óléttar hlið við hlið, skrifuðum texta fyrir auglýsingar í vinnunni okkar og tókum að okkur óumbeðið að rappa stöku sinnum fyrir samstarfsfélaga okkar sem kann að hafa verið í hljómsveitinni Quarashi. Árin líða, rappið er dáið en Hvíti ásinn er kominn út og lofar afskaplega góðu.

„Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K“
Sólveig Jónsdóttir

Fyrir nokkrum árum keyptu foreldrar mínir fjárvigt af foreldrum Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Þessu komumst við að eftir stutt spjall en sjálf er Harpa meðfram almennum bú- og ritstörfum ritstjóri bókaútgáfunnar Króníku sem sýndi afurðir sínar á Bókahátíðinni. Þar kennir ýmissa grasa en eðli okkar og málsins samkvæmt urðum við mæðgin spenntust fyrir sögunni um Iðu kindastjörnu, kollótta gimbur sem langar í horn. Bókin er afkvæmi Sigtryggs Baldurssonar og Arndísar Gísladóttur, hnyttin og skemmtileg og skapaði áhugaverðar umræður hér heima um kosti þess að annars vegar vera kollóttur og hins vegar að kæra sig kollóttan þegar kemur að áliti annarra.

Keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn

Stemningin í Hörpu var notaleg og margt að sjá. Sonur minn týndist tvisvar en fannst aftur jafnoft og fékk sér aðeins fleiri piparkökur til að komast yfir mesta áfallið við að hafa tapað mér úr augsýn. Við keyptum afmælisgjöf af Þórarni Eldjárn og kíktum við hjá Angústúru og flettum bókinni Óli K. Meira en 12 ár eru liðin frá því að hugmyndin að henni kviknaði hjá höfundinum, Önnu Dröfn Ágústsdóttur, eftir spjall við góða vinkonu sína, afastelpu Óla K. Sú hin sama býr ásamt fjölskyldu sinni við hliðina á okkur, svo okkur mæðginum þótti gaman að skoða þessa stórmerkilegu ljósmyndabók og ævisögu langafa besta vinar sonarins, en sá heitir einmitt líka Óli K. Nýjar bækur eru skemmtilegar en það eru gamlar bækur líka. Alkíbíades eftir Platon kom nýverið út á vegum nýstofnaða bókaforlagsins Ófelíu sem Hjalti Snær Ægisson á veg og vanda að. Þarna er kominn aðgengilegur stökkpallur inn í heimspeki Platons sem finna má í Bóksölu stúdenta, einu bókabúð landsins sem er með sérstaka hillu fyrir grísku og latínu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár