Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Snjóframleiðsla hafin af krafti í Bláfjöllum

Góð­ar að­stæð­ur hafa ver­ið til snjó­fram­leiðslu í Bláfjöll­um und­an­farna viku, ískalt og ekki of hvasst. Ein­ar Bjarna­son, rekstr­ar­stjóri skíða­svæð­is­ins, seg­ir að það hafi tek­ist að fram­leiða ótrú­legt magn af snjó síð­ustu daga og von­ast til að hægt verði að opna svæð­ið fyr­ir miðj­an des­em­ber.

Snjóframleiðsla hafin af krafti í Bláfjöllum
Bláfjöll Snjóframleiðsluvertíðin er hafin í Bláfjöllum og þá er þess ekki lengi að bíða að skíðavertíðin hefjist. Mynd: Golli

„Hér snjóar og snjóar,“ sagði í texta sem fylgdi myndbandi sem birt var á upplýsingasíðu skíðasvæðisins í Bláfjöllum í vikunni, en kuldinn í vikunni hefur gert starfsmönnum skíðasvæðisins kleift að hefja snjóframleiðslu af fullum krafti.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir við Heimildina að framleiðslan hafi verið sett af stað síðasta laugardag og að síðan þá hafi verið hægt að keyra snjóbyssurnar átta sem eru á svæðinu í um fjóra sólarhringa. Ef það verður of hvasst þá þarf að slökkva á kerfinu, enda til lítils að framleiða snjó sem vindurinn feykir um leið langleiðina niður í Þorlákshöfn.

„Við erum samt að framleiða ótrúlegt magn því við höfum getað verið að keyra byssurnar á fullum afköstum og erum að skila miklu magni af snjó,“ segir Einar og nefnir sem dæmi að aðfaranótt fimmtudags hafi verið 12 gráðu frost í fjallinu, sem séu kjöraðstæður fyrir snjóframleiðsluna. Í svo miklu frosti sé hægt að hafa „allt í botni“.

Ef ekki væri fyrir hvassviðrið telur Einar að starfsmenn fjallsins væru komnir langt með að setja gott grunnlag á brekkurnar.

Snjóframleiðslukerfi af fullkominni gerð var sett upp í Bláfjöllum sumarið 2023. Á síðasta ári var fyrsti dagur snjóframleiðslunnar 22. nóvember og fyrsti opnunardagur skíðasvæðisins var síðan 21. desember og skíðafólk á suðvesturhorninu gat notið þess að renna sér yfir hátíðarnar.

Einar segir að það sé ekki komin nein dagsetning á fyrstu opnun Bláfjalla í vetur, en að það væri gaman að geta opnað á milli 10. og 15. desember. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár