Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Snjóframleiðsla hafin af krafti í Bláfjöllum

Góð­ar að­stæð­ur hafa ver­ið til snjó­fram­leiðslu í Bláfjöll­um und­an­farna viku, ískalt og ekki of hvasst. Ein­ar Bjarna­son, rekstr­ar­stjóri skíða­svæð­is­ins, seg­ir að það hafi tek­ist að fram­leiða ótrú­legt magn af snjó síð­ustu daga og von­ast til að hægt verði að opna svæð­ið fyr­ir miðj­an des­em­ber.

Snjóframleiðsla hafin af krafti í Bláfjöllum
Bláfjöll Snjóframleiðsluvertíðin er hafin í Bláfjöllum og þá er þess ekki lengi að bíða að skíðavertíðin hefjist. Mynd: Golli

„Hér snjóar og snjóar,“ sagði í texta sem fylgdi myndbandi sem birt var á upplýsingasíðu skíðasvæðisins í Bláfjöllum í vikunni, en kuldinn í vikunni hefur gert starfsmönnum skíðasvæðisins kleift að hefja snjóframleiðslu af fullum krafti.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir við Heimildina að framleiðslan hafi verið sett af stað síðasta laugardag og að síðan þá hafi verið hægt að keyra snjóbyssurnar átta sem eru á svæðinu í um fjóra sólarhringa. Ef það verður of hvasst þá þarf að slökkva á kerfinu, enda til lítils að framleiða snjó sem vindurinn feykir um leið langleiðina niður í Þorlákshöfn.

„Við erum samt að framleiða ótrúlegt magn því við höfum getað verið að keyra byssurnar á fullum afköstum og erum að skila miklu magni af snjó,“ segir Einar og nefnir sem dæmi að aðfaranótt fimmtudags hafi verið 12 gráðu frost í fjallinu, sem séu kjöraðstæður fyrir snjóframleiðsluna. Í svo miklu frosti sé hægt að hafa „allt í botni“.

Ef ekki væri fyrir hvassviðrið telur Einar að starfsmenn fjallsins væru komnir langt með að setja gott grunnlag á brekkurnar.

Snjóframleiðslukerfi af fullkominni gerð var sett upp í Bláfjöllum sumarið 2023. Á síðasta ári var fyrsti dagur snjóframleiðslunnar 22. nóvember og fyrsti opnunardagur skíðasvæðisins var síðan 21. desember og skíðafólk á suðvesturhorninu gat notið þess að renna sér yfir hátíðarnar.

Einar segir að það sé ekki komin nein dagsetning á fyrstu opnun Bláfjalla í vetur, en að það væri gaman að geta opnað á milli 10. og 15. desember. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár