Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Bið á birtingu vindorkutillagna

Verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur enn ekki birt til­lögu að flokk­un tíu vindorku­kosta í sam­ráðs­gátt stjórn­valda líkt og áform­að var að gera fyr­ir miðj­an mán­uð. „Við er­um bara að vinna okk­ar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekk­ert flókn­ara,“ seg­ir formað­ur stjórn­ar­inn­ar.

Bið á birtingu vindorkutillagna
Vindorkuver Mikil ásókn er í að byggja vindorkuver á Íslandi en ekkert slíkt hefur risið hér á landi. Um fjörutíu hugmyndir hafa verið settar fram og verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið tíu þeirra til meðferðar. Mynd: Pexels

Um síðustu mánaðamót stefndi verkefnisstjórn rammaáætlunar að því að setja drög að tillögum að  flokkun tíu vindorkukosta í samráðsgátt stjórnvalda „á næstu tveimur vikum“ líkt og það var orðað í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. Það hefði þýtt að tillögurnar hefðu birst fyrir miðjan nóvembermánuð. Þegar Heimildin spurði á ný í síðustu viku hvenær von væri á birtingu tillagnanna fengust þau svör frá starfsmanni verkefnisstjórnarinnar að stefnt væri að því að setja kostina til samráðs „eftir helgi“, á mánudag eða þriðjudag. Þeir dagar eru nú liðnir og ekkert bólar á tillögunum. Ljóst er að málið er pólitískt eldfimt nú rétt fyrir kosningar. Um 40 vindorkukostir, flestir á vegum einkafyrirtækja í eigu erlendra aðila, eru á teikniborðinu um allt land og mjög skiptar skoðanir eru á hverjum og einum þeirra og hvort reisa eigi vindorkuver hér á landi yfir höfuð. 

Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að flokka framsetta virkjanakosti, eftir gaumgæfilega skoðun í nokkrum faghópum, í nýtingar-, bið- eða verndarflokk. Síðustu verkefnisstjórn tókst ekki að ljúka vinnu sinni en skilaði þó drögum að tillögu um flokkun og lagði meðal annars til að þrír vindorkukostir færu í nýtingarflokk og tveir í biðflokk. Einn þessara kosta, Búrfellslundur, var afgreiddur í nýtingarflokk með samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu þriðja áfanga áætlunarinnar snemmsumars 2022. Hinir fjórir fóru áfram til frekari meðferðar hjá verkefnisstjórn fimmta áfangans, þeirri sem nú er að störfum.

FormaðurJón Geir Pétursson.

„Við erum enn að vinna að okkar tillögugerð,“ skrifar Jón Geir Pétursson, dósent við Háskóla Íslands og formaður verkefnisstjórnarinnar, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar á miðvikudag um það hvenær tillagan verði birt. „Þeirri vinnu þarf að ljúka áður en við hefjum opið samráð um drög að tillögum.“

Spurður hvort ekki sé þá lengur í sjónmáli að tillögurnar verði birtar fyrir mánaðamót og þar með fyrir kosningar svarar Jón Geir: „Veit ekki nákvæmar tímasetningar. Þær verða settar í umsögn þegar þær eru tilbúnar.“ Verkefnisstjórnin taki sér þann tíma sem hún þurfi. 

Í fundargerðum verkefnisstjórnarinnar, sem birtar eru opinberlega á vef rammaáætlunar, má sjá að í október hefur vinnan við tillögurnar verið komin vel á veg og þann 30. þess mánaðar fór stjórnin yfir „skýrslu verkefnisstjórnar með greiningum og drögum að tillögu að flokkun 10 vindorkuverkefna“, líkt og það var orðað í fundargerðinni.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara,“ svarar Jón Geir spurður hvort eitthvað hafi komið upp á sem hafi orðið til þess að áform um birtingu nú um miðjan mánuðinn hafi ekki gengið eftir. Spurður hvort komandi kosningar hefðu með einhverjum hætti haft áhrif á vinnu verkefnisstjórnarinnar varðandi vindorkutillögurnar og birtingu þeirra vísar hann í fyrri svör sín: „Okkar tillögur fara í samráð þegar þær eru tilbúnar.“ 

Hann bendir enn fremur á að ferlið sé þannig að fyrst fari drög að tillögu í tveggja til þriggja vikna samráð, þá í yfirferð og í kjölfarið hefjist svo annað 12 vikna samráð. Þannig hafi verkefnisstjórn 5. áfanga þegar unnið með tvo aðra „virkjanapakka“.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár