Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bið á birtingu vindorkutillagna

Verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur enn ekki birt til­lögu að flokk­un tíu vindorku­kosta í sam­ráðs­gátt stjórn­valda líkt og áform­að var að gera fyr­ir miðj­an mán­uð. „Við er­um bara að vinna okk­ar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekk­ert flókn­ara,“ seg­ir formað­ur stjórn­ar­inn­ar.

Bið á birtingu vindorkutillagna
Vindorkuver Mikil ásókn er í að byggja vindorkuver á Íslandi en ekkert slíkt hefur risið hér á landi. Um fjörutíu hugmyndir hafa verið settar fram og verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið tíu þeirra til meðferðar. Mynd: Pexels

Um síðustu mánaðamót stefndi verkefnisstjórn rammaáætlunar að því að setja drög að tillögum að  flokkun tíu vindorkukosta í samráðsgátt stjórnvalda „á næstu tveimur vikum“ líkt og það var orðað í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. Það hefði þýtt að tillögurnar hefðu birst fyrir miðjan nóvembermánuð. Þegar Heimildin spurði á ný í síðustu viku hvenær von væri á birtingu tillagnanna fengust þau svör frá starfsmanni verkefnisstjórnarinnar að stefnt væri að því að setja kostina til samráðs „eftir helgi“, á mánudag eða þriðjudag. Þeir dagar eru nú liðnir og ekkert bólar á tillögunum. Ljóst er að málið er pólitískt eldfimt nú rétt fyrir kosningar. Um 40 vindorkukostir, flestir á vegum einkafyrirtækja í eigu erlendra aðila, eru á teikniborðinu um allt land og mjög skiptar skoðanir eru á hverjum og einum þeirra og hvort reisa eigi vindorkuver hér á landi yfir höfuð. 

Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að flokka framsetta virkjanakosti, eftir gaumgæfilega skoðun í nokkrum faghópum, í nýtingar-, bið- eða verndarflokk. Síðustu verkefnisstjórn tókst ekki að ljúka vinnu sinni en skilaði þó drögum að tillögu um flokkun og lagði meðal annars til að þrír vindorkukostir færu í nýtingarflokk og tveir í biðflokk. Einn þessara kosta, Búrfellslundur, var afgreiddur í nýtingarflokk með samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu þriðja áfanga áætlunarinnar snemmsumars 2022. Hinir fjórir fóru áfram til frekari meðferðar hjá verkefnisstjórn fimmta áfangans, þeirri sem nú er að störfum.

FormaðurJón Geir Pétursson.

„Við erum enn að vinna að okkar tillögugerð,“ skrifar Jón Geir Pétursson, dósent við Háskóla Íslands og formaður verkefnisstjórnarinnar, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar á miðvikudag um það hvenær tillagan verði birt. „Þeirri vinnu þarf að ljúka áður en við hefjum opið samráð um drög að tillögum.“

Spurður hvort ekki sé þá lengur í sjónmáli að tillögurnar verði birtar fyrir mánaðamót og þar með fyrir kosningar svarar Jón Geir: „Veit ekki nákvæmar tímasetningar. Þær verða settar í umsögn þegar þær eru tilbúnar.“ Verkefnisstjórnin taki sér þann tíma sem hún þurfi. 

Í fundargerðum verkefnisstjórnarinnar, sem birtar eru opinberlega á vef rammaáætlunar, má sjá að í október hefur vinnan við tillögurnar verið komin vel á veg og þann 30. þess mánaðar fór stjórnin yfir „skýrslu verkefnisstjórnar með greiningum og drögum að tillögu að flokkun 10 vindorkuverkefna“, líkt og það var orðað í fundargerðinni.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara,“ svarar Jón Geir spurður hvort eitthvað hafi komið upp á sem hafi orðið til þess að áform um birtingu nú um miðjan mánuðinn hafi ekki gengið eftir. Spurður hvort komandi kosningar hefðu með einhverjum hætti haft áhrif á vinnu verkefnisstjórnarinnar varðandi vindorkutillögurnar og birtingu þeirra vísar hann í fyrri svör sín: „Okkar tillögur fara í samráð þegar þær eru tilbúnar.“ 

Hann bendir enn fremur á að ferlið sé þannig að fyrst fari drög að tillögu í tveggja til þriggja vikna samráð, þá í yfirferð og í kjölfarið hefjist svo annað 12 vikna samráð. Þannig hafi verkefnisstjórn 5. áfanga þegar unnið með tvo aðra „virkjanapakka“.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
2
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
6
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár