Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Bið á birtingu vindorkutillagna

Verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar hef­ur enn ekki birt til­lögu að flokk­un tíu vindorku­kosta í sam­ráðs­gátt stjórn­valda líkt og áform­að var að gera fyr­ir miðj­an mán­uð. „Við er­um bara að vinna okk­ar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekk­ert flókn­ara,“ seg­ir formað­ur stjórn­ar­inn­ar.

Bið á birtingu vindorkutillagna
Vindorkuver Mikil ásókn er í að byggja vindorkuver á Íslandi en ekkert slíkt hefur risið hér á landi. Um fjörutíu hugmyndir hafa verið settar fram og verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið tíu þeirra til meðferðar. Mynd: Pexels

Um síðustu mánaðamót stefndi verkefnisstjórn rammaáætlunar að því að setja drög að tillögum að  flokkun tíu vindorkukosta í samráðsgátt stjórnvalda „á næstu tveimur vikum“ líkt og það var orðað í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. Það hefði þýtt að tillögurnar hefðu birst fyrir miðjan nóvembermánuð. Þegar Heimildin spurði á ný í síðustu viku hvenær von væri á birtingu tillagnanna fengust þau svör frá starfsmanni verkefnisstjórnarinnar að stefnt væri að því að setja kostina til samráðs „eftir helgi“, á mánudag eða þriðjudag. Þeir dagar eru nú liðnir og ekkert bólar á tillögunum. Ljóst er að málið er pólitískt eldfimt nú rétt fyrir kosningar. Um 40 vindorkukostir, flestir á vegum einkafyrirtækja í eigu erlendra aðila, eru á teikniborðinu um allt land og mjög skiptar skoðanir eru á hverjum og einum þeirra og hvort reisa eigi vindorkuver hér á landi yfir höfuð. 

Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að flokka framsetta virkjanakosti, eftir gaumgæfilega skoðun í nokkrum faghópum, í nýtingar-, bið- eða verndarflokk. Síðustu verkefnisstjórn tókst ekki að ljúka vinnu sinni en skilaði þó drögum að tillögu um flokkun og lagði meðal annars til að þrír vindorkukostir færu í nýtingarflokk og tveir í biðflokk. Einn þessara kosta, Búrfellslundur, var afgreiddur í nýtingarflokk með samþykkt Alþingis á þingsályktunartillögu þriðja áfanga áætlunarinnar snemmsumars 2022. Hinir fjórir fóru áfram til frekari meðferðar hjá verkefnisstjórn fimmta áfangans, þeirri sem nú er að störfum.

FormaðurJón Geir Pétursson.

„Við erum enn að vinna að okkar tillögugerð,“ skrifar Jón Geir Pétursson, dósent við Háskóla Íslands og formaður verkefnisstjórnarinnar, í svari við fyrirspurn Heimildarinnar á miðvikudag um það hvenær tillagan verði birt. „Þeirri vinnu þarf að ljúka áður en við hefjum opið samráð um drög að tillögum.“

Spurður hvort ekki sé þá lengur í sjónmáli að tillögurnar verði birtar fyrir mánaðamót og þar með fyrir kosningar svarar Jón Geir: „Veit ekki nákvæmar tímasetningar. Þær verða settar í umsögn þegar þær eru tilbúnar.“ Verkefnisstjórnin taki sér þann tíma sem hún þurfi. 

Í fundargerðum verkefnisstjórnarinnar, sem birtar eru opinberlega á vef rammaáætlunar, má sjá að í október hefur vinnan við tillögurnar verið komin vel á veg og þann 30. þess mánaðar fór stjórnin yfir „skýrslu verkefnisstjórnar með greiningum og drögum að tillögu að flokkun 10 vindorkuverkefna“, líkt og það var orðað í fundargerðinni.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

„Við erum bara að vinna okkar vinnu eins vel og hægt er. Það er ekkert flóknara,“ svarar Jón Geir spurður hvort eitthvað hafi komið upp á sem hafi orðið til þess að áform um birtingu nú um miðjan mánuðinn hafi ekki gengið eftir. Spurður hvort komandi kosningar hefðu með einhverjum hætti haft áhrif á vinnu verkefnisstjórnarinnar varðandi vindorkutillögurnar og birtingu þeirra vísar hann í fyrri svör sín: „Okkar tillögur fara í samráð þegar þær eru tilbúnar.“ 

Hann bendir enn fremur á að ferlið sé þannig að fyrst fari drög að tillögu í tveggja til þriggja vikna samráð, þá í yfirferð og í kjölfarið hefjist svo annað 12 vikna samráð. Þannig hafi verkefnisstjórn 5. áfanga þegar unnið með tvo aðra „virkjanapakka“.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    1
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta þarf að bíða þar til við fáum ábyrga ríkisstjórn
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár